Hægt að rannsaka handritin á nýjan hátt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 06:15 Guðrún Nordal, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Björn Bjarnason undirrita samstarfsyfirlýsingu. Mynd/Guðlaugur Óskarsson Síðastliðinn fimmtudag var undirrituð samstarfsyfirlýsing stjórnvalda, Stofnunar Árna Magnússonar og Snorrastofu um rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, var upphafsmaður að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður 35 milljónum króna á ári varið í verkefnið sem stendur yfir frá 2020 til 2025. Undir hana rituðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem og Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. Björn segir að verkefnið sé tvíþætt, annars vegar fornleifarannsóknir og hins vegar rannsóknir á handritunum sjálfum. Segir hann áhersluna verða lagða á fjóra staði, Odda á Rangárvöllum, Reykholt í Borgarfirði, Staðarhól í Dölum og Þingeyraklaustur í Húnaþingi. „Þetta hefur ekki verið rannsakað áður og því er ástæða til þess að gera þetta á þennan veg,“ segir Björn. „Þeir staðir sem rannsakaðir verða eru þeir sem talið er að handritin hafi verið rituð á. Með uppgreftrinum verður leitast við að finna eitthvað sem getur staðfest ritun þessara sagna.“ Þó að áherslan sé á þessa tilteknu staði er ekki loku fyrir það skotið að aðrir verði skoðaðir. Þegar hafi farið fram rannsóknir í Viðey og Björn segir að einnig yrði spennandi að rannsaka Helgafellsklaustur á Snæfellsnesi. Leitast verður við að komast að því hvað handritin þýða fyrir okkur Íslendinga og heimsmenninguna. Hvaða áhrif skrifin höfðu, hvernig þau voru unnin og hvers vegna þau voru stunduð hér á Íslandi. „Tæknin er orðin slík að hægt er að greina skinn og hvaðan það kemur,“ segir Björn. „Hægt er að sjá hvaða gras kálfurinn beit. Einnig er hægt að greina blekið, litinn og fleira. Þessir þættir hafa ekki verið rannsakaðir til hlítar.“ Björn segir að fræðimenn séu betur fallnir til þess að svara því hvað muni koma út úr þessu verkefni. En ef við vissum nákvæmlega hverju þetta skilaði væri óþarfi að fara af stað. „Oft er það raunin að rannsóknir leiða fólk á annan stað en upphaflega var talið,“ segir hann. Björn segir hugmyndina að verkefninu hafa verið á döfinni á þessu ári. Tengist það bæði 75 ára afmæli lýðveldisins og byggingu húss íslenskra fræða. Verkefni verða auglýst af sérstakri fagnefnd sem Guðrún Nordal verður í forystu fyrir. Snorrastofa sér um framkvæmdina og þar verður haldið utan um verkefnið. „Á Snorrastofu er reynslumikið fólk sem hefur tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum af ýmsu tagi er snerta miðaldamenninguna,“ segir hann. Áður en hugmyndin var borin upp fyrir ráðherra sömdu Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, og Friðrik Erlingsson rithöfundur greinargerð um verkefnið. Í henni kom fram að höfundar íslenskra fornbókmennta hafi aðallega verið lærðir prestar, munkar og nunnur. Í klaustrum og höfðingjasetrum hafi verið stunduð umfangsmikil bókmenntaframleiðsla frá upphafstíma íslensks ritmáls. Þar segir: „Líklegt er að höfðingjar hafi látið gera fyrir sig bækur, bæði á höfðingjasetrum og í klaustrum, og að klaustrin hafi aflað sér tekna með sama hætti og prentsmiðjur og bókaforlög nútímans, þ.e. með skapandi skrifum, þýðingum og afritun bókmenntaverka samkvæmt pöntun, jafnvel frá útlöndum, eins og Stefán Karlsson handritafræðingur fjallaði um á sínum tíma. Nærtækt er að sjá fyrir sér að bókmenntastarfsemi hafi þróast í meðförum hæfileikaríkra höfunda á ritstofum þessara staða, og að þeir hafi smám saman færst frá kristilegri áherslu til ritunar veraldlegra rita vegna þarfa markaðarins. Í þessum ritstofum hafi því þróast afar merkileg handritamenning, sem vert sé að kanna mun betur en hingað til hefur verið gert.“ Björn segir það ákaflega spennandi viðfangsefni fyrir fræðimenn að sjá hvort hægt sé að staðfesta þetta með rannsóknum. Fornbókmenntirnar séu okkar stærsta menningarframlag. En huga verði að þætti landsbyggðarinnar í þessu samhengi. „Ég tel að sú sýning sem sett verður upp í húsi íslenskra fræða muni varpa nýju ljósi á handritin fyrir almenning,“ segir Björn. „En ég tel mjög mikilvægt að þetta verði einnig tengt við landsbyggðina þar sem þessir dýrgripir voru smíðaðir, ef svo má segja, á sínum tíma. Við Íslendingar vitum að handritin eru okkar merkasta framlag til heimsmenningarinnar og sífellt fleiri eru að átta sig á því.“ Birtist í Fréttablaðinu Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Fleiri fréttir Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag var undirrituð samstarfsyfirlýsing stjórnvalda, Stofnunar Árna Magnússonar og Snorrastofu um rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, var upphafsmaður að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður 35 milljónum króna á ári varið í verkefnið sem stendur yfir frá 2020 til 2025. Undir hana rituðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem og Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. Björn segir að verkefnið sé tvíþætt, annars vegar fornleifarannsóknir og hins vegar rannsóknir á handritunum sjálfum. Segir hann áhersluna verða lagða á fjóra staði, Odda á Rangárvöllum, Reykholt í Borgarfirði, Staðarhól í Dölum og Þingeyraklaustur í Húnaþingi. „Þetta hefur ekki verið rannsakað áður og því er ástæða til þess að gera þetta á þennan veg,“ segir Björn. „Þeir staðir sem rannsakaðir verða eru þeir sem talið er að handritin hafi verið rituð á. Með uppgreftrinum verður leitast við að finna eitthvað sem getur staðfest ritun þessara sagna.“ Þó að áherslan sé á þessa tilteknu staði er ekki loku fyrir það skotið að aðrir verði skoðaðir. Þegar hafi farið fram rannsóknir í Viðey og Björn segir að einnig yrði spennandi að rannsaka Helgafellsklaustur á Snæfellsnesi. Leitast verður við að komast að því hvað handritin þýða fyrir okkur Íslendinga og heimsmenninguna. Hvaða áhrif skrifin höfðu, hvernig þau voru unnin og hvers vegna þau voru stunduð hér á Íslandi. „Tæknin er orðin slík að hægt er að greina skinn og hvaðan það kemur,“ segir Björn. „Hægt er að sjá hvaða gras kálfurinn beit. Einnig er hægt að greina blekið, litinn og fleira. Þessir þættir hafa ekki verið rannsakaðir til hlítar.“ Björn segir að fræðimenn séu betur fallnir til þess að svara því hvað muni koma út úr þessu verkefni. En ef við vissum nákvæmlega hverju þetta skilaði væri óþarfi að fara af stað. „Oft er það raunin að rannsóknir leiða fólk á annan stað en upphaflega var talið,“ segir hann. Björn segir hugmyndina að verkefninu hafa verið á döfinni á þessu ári. Tengist það bæði 75 ára afmæli lýðveldisins og byggingu húss íslenskra fræða. Verkefni verða auglýst af sérstakri fagnefnd sem Guðrún Nordal verður í forystu fyrir. Snorrastofa sér um framkvæmdina og þar verður haldið utan um verkefnið. „Á Snorrastofu er reynslumikið fólk sem hefur tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum af ýmsu tagi er snerta miðaldamenninguna,“ segir hann. Áður en hugmyndin var borin upp fyrir ráðherra sömdu Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, og Friðrik Erlingsson rithöfundur greinargerð um verkefnið. Í henni kom fram að höfundar íslenskra fornbókmennta hafi aðallega verið lærðir prestar, munkar og nunnur. Í klaustrum og höfðingjasetrum hafi verið stunduð umfangsmikil bókmenntaframleiðsla frá upphafstíma íslensks ritmáls. Þar segir: „Líklegt er að höfðingjar hafi látið gera fyrir sig bækur, bæði á höfðingjasetrum og í klaustrum, og að klaustrin hafi aflað sér tekna með sama hætti og prentsmiðjur og bókaforlög nútímans, þ.e. með skapandi skrifum, þýðingum og afritun bókmenntaverka samkvæmt pöntun, jafnvel frá útlöndum, eins og Stefán Karlsson handritafræðingur fjallaði um á sínum tíma. Nærtækt er að sjá fyrir sér að bókmenntastarfsemi hafi þróast í meðförum hæfileikaríkra höfunda á ritstofum þessara staða, og að þeir hafi smám saman færst frá kristilegri áherslu til ritunar veraldlegra rita vegna þarfa markaðarins. Í þessum ritstofum hafi því þróast afar merkileg handritamenning, sem vert sé að kanna mun betur en hingað til hefur verið gert.“ Björn segir það ákaflega spennandi viðfangsefni fyrir fræðimenn að sjá hvort hægt sé að staðfesta þetta með rannsóknum. Fornbókmenntirnar séu okkar stærsta menningarframlag. En huga verði að þætti landsbyggðarinnar í þessu samhengi. „Ég tel að sú sýning sem sett verður upp í húsi íslenskra fræða muni varpa nýju ljósi á handritin fyrir almenning,“ segir Björn. „En ég tel mjög mikilvægt að þetta verði einnig tengt við landsbyggðina þar sem þessir dýrgripir voru smíðaðir, ef svo má segja, á sínum tíma. Við Íslendingar vitum að handritin eru okkar merkasta framlag til heimsmenningarinnar og sífellt fleiri eru að átta sig á því.“
Birtist í Fréttablaðinu Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Fleiri fréttir Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent