Pyndingar á hinsegin fólki risastórt vandamál heimsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:15 Victor Madrigal-Borloz, sérfræðingur hjá Mannréttindaráði SÞ í málefnum hinsegin fólks. Mynd/aðsend Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira