Mikil fjölgun í Háskóla þriðja æviskeiðsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 06:30 Nemendum hefur fjölgað um tæplega 600 á aðeins 7 árum. Mynd/Aðsend Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira