Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Jakob Bjarnar skrifar 26. ágúst 2019 11:46 Líf vill kjötafurðir úr mötuneytum borgarinnar en Sigmar telur slíkt skref afar varhugavert að stíga. Bændur eru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda sem stefna að því leynt og ljóst að úthýsa öllu kjötmeti úr mötuneytum Reykjavíkurborgar, þar með talið skólum. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi segir ríkja þverpólitíska samstöðu meirihlutans í málinu. Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður FESK (Félag eggja-, svína- og kjúklingabænda), telur þetta misráðið. „Það sem skiptir mestu máli er lýðheilsa barna og unglinga,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. En, hann er faðir barna á skólaaldri. „Mér finnst skipta mestu að næringin sé í lagi. Ef hægt er að ná þeim markmiðum með grænkerastefnunni er það leið til að skoða en mér er það til efs að hún sé æskileg. Eins og staðan er í dag. Fjölbreytni í fæðu alltaf stóra atriðið í þessu.“ Um er að ræða stórt skref sem til stendur að stíga en á virkum degi á vegum borgarinnar eru um 23 þúsund manns í mat. Þar eru leik- og grunnskólabörn í meirihluta og síðan kemur starfsfólk borgarinnar. Árlega eru þetta um 7,7 milljónir máltíða – með öllu.Líf vill skrúfa fyrir allt kjötframboð Þetta kemur fram í pistli sem Líf skrifar um málið og birtir á Facebook en hún telur þarna í felast gríðarlegt tækifæri sem borgin hefur að minnka sótspor sitt. Óhætt er að segja að yfirlýsingar hennar séu umdeildar en það má sjá í athugasemdum við pistil hennar. Þar segir til dæmis einn: „Hætti að kjósa ykkur ef lambakjötið verður tekið af matseðlinum.“Líf Magneudóttir telur vert að skrúfa alfarið fyrir dýraafurðir í mötuneytum borgarinnar.Líf vísar til hvatningar grænkera þess efnis og segist yfir sig glöð með hana: „Enda hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að minnka verulega eða hætta öllu kjötframboði í mötuneytum borgarinnar.“ Hún segir þetta, að úthýsa kjöti úr mötuneytum borgarinnar, samræmast stefnu sem borgaryfirvöld hafa tekið sem snúi að mannréttindum, matarstefnu og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Sem miða að sama markmiði: „Að hlúa að fólki og náttúru. Að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar er samnefnari þessara stefna. Slíkt myndi bæði stuðla að aukinni lýðheilsu, meiri jöfnuði og eins myndi það stemma stigu við loftslagsvánni.“Stefna beri að hætta með dýraafurðir í mötuneytum Líf telur að draga eigi verulega úr framboði dýraafurða eða hætta alfarið að bjóða upp á þær í mötuneytum borgarinnar og segir meirihlutann samstiga í þeim pælingum. Að sögn Sigmars hafa Bændasamtökin þegar brugðist við með því að leita eftir hlutlausu áliti næringar- og manneldisfræðings. Hann telur vert, áður en lengra er haldið, að fyrir liggi mat frá hlutlausum fagaðilum en sjálfur hafi hann þá hugmynd í kollinum að börn þurfi próteinríka fæðu til að vaxa og dafna.Sigmar Vilhjálmsson telur próteinríka fæðu nauðsynlega fyrir börn og unglinga sem eru að vaxa úr grasi og varar við því að þetta skref verði stigið að óathuguðu máli.Vísir/VilhelmSigmar hefur áður sagt að sótt sé að landbúnaði úr öllum áttum. Hann segir þetta ekki stærstu orustuna í þeim efnum. En, vissulega sé þetta hugsanlega skref uggvænlegt.Óvarlegt að telja landbúnað mikilvirkan í kolefnislosun „Ræktun grænmetis er klárlega landbúnaður sem við viljum standa vörð um líka. Grænmeti á að vera stór hluti fæðu allra, ekki bara barna. Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki næringarfræðingur en ég held að prótein og fita sé mikilvægur orkugjafi fyrir börn og unglinga. Og ég vona að borgaryfirvöld leiti álits fagaðila áður en hoppað er á þennan vagn.“ Sigmar vill einnig benda á, varðandi loftslagsvá að á Íslandi sé landbúnaður ábyrgur fyrir 13 prósentum af kolefnislosun Íslands alls. Þar sé því ekki allt sem sýnist. Grænkeralífsstíllinn sé ekki kolefnislosunarminni en landbúnaður því flytja þurfi inn eitt og annað sem honum tengist svo sem hnetur og ólíur ýmsar. Vísir hefur reynt að ná í bæði Guðrúnu Sigríði Tryggvadóttur formann BÍ og Guðfinnu Hörpu Árnadóttur formann Landsamtaka sauðfjárbænda nú í morgun, vegna málsins en án árangurs. Borgarstjórn Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Bændur eru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda sem stefna að því leynt og ljóst að úthýsa öllu kjötmeti úr mötuneytum Reykjavíkurborgar, þar með talið skólum. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi segir ríkja þverpólitíska samstöðu meirihlutans í málinu. Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður FESK (Félag eggja-, svína- og kjúklingabænda), telur þetta misráðið. „Það sem skiptir mestu máli er lýðheilsa barna og unglinga,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. En, hann er faðir barna á skólaaldri. „Mér finnst skipta mestu að næringin sé í lagi. Ef hægt er að ná þeim markmiðum með grænkerastefnunni er það leið til að skoða en mér er það til efs að hún sé æskileg. Eins og staðan er í dag. Fjölbreytni í fæðu alltaf stóra atriðið í þessu.“ Um er að ræða stórt skref sem til stendur að stíga en á virkum degi á vegum borgarinnar eru um 23 þúsund manns í mat. Þar eru leik- og grunnskólabörn í meirihluta og síðan kemur starfsfólk borgarinnar. Árlega eru þetta um 7,7 milljónir máltíða – með öllu.Líf vill skrúfa fyrir allt kjötframboð Þetta kemur fram í pistli sem Líf skrifar um málið og birtir á Facebook en hún telur þarna í felast gríðarlegt tækifæri sem borgin hefur að minnka sótspor sitt. Óhætt er að segja að yfirlýsingar hennar séu umdeildar en það má sjá í athugasemdum við pistil hennar. Þar segir til dæmis einn: „Hætti að kjósa ykkur ef lambakjötið verður tekið af matseðlinum.“Líf Magneudóttir telur vert að skrúfa alfarið fyrir dýraafurðir í mötuneytum borgarinnar.Líf vísar til hvatningar grænkera þess efnis og segist yfir sig glöð með hana: „Enda hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að minnka verulega eða hætta öllu kjötframboði í mötuneytum borgarinnar.“ Hún segir þetta, að úthýsa kjöti úr mötuneytum borgarinnar, samræmast stefnu sem borgaryfirvöld hafa tekið sem snúi að mannréttindum, matarstefnu og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Sem miða að sama markmiði: „Að hlúa að fólki og náttúru. Að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar er samnefnari þessara stefna. Slíkt myndi bæði stuðla að aukinni lýðheilsu, meiri jöfnuði og eins myndi það stemma stigu við loftslagsvánni.“Stefna beri að hætta með dýraafurðir í mötuneytum Líf telur að draga eigi verulega úr framboði dýraafurða eða hætta alfarið að bjóða upp á þær í mötuneytum borgarinnar og segir meirihlutann samstiga í þeim pælingum. Að sögn Sigmars hafa Bændasamtökin þegar brugðist við með því að leita eftir hlutlausu áliti næringar- og manneldisfræðings. Hann telur vert, áður en lengra er haldið, að fyrir liggi mat frá hlutlausum fagaðilum en sjálfur hafi hann þá hugmynd í kollinum að börn þurfi próteinríka fæðu til að vaxa og dafna.Sigmar Vilhjálmsson telur próteinríka fæðu nauðsynlega fyrir börn og unglinga sem eru að vaxa úr grasi og varar við því að þetta skref verði stigið að óathuguðu máli.Vísir/VilhelmSigmar hefur áður sagt að sótt sé að landbúnaði úr öllum áttum. Hann segir þetta ekki stærstu orustuna í þeim efnum. En, vissulega sé þetta hugsanlega skref uggvænlegt.Óvarlegt að telja landbúnað mikilvirkan í kolefnislosun „Ræktun grænmetis er klárlega landbúnaður sem við viljum standa vörð um líka. Grænmeti á að vera stór hluti fæðu allra, ekki bara barna. Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki næringarfræðingur en ég held að prótein og fita sé mikilvægur orkugjafi fyrir börn og unglinga. Og ég vona að borgaryfirvöld leiti álits fagaðila áður en hoppað er á þennan vagn.“ Sigmar vill einnig benda á, varðandi loftslagsvá að á Íslandi sé landbúnaður ábyrgur fyrir 13 prósentum af kolefnislosun Íslands alls. Þar sé því ekki allt sem sýnist. Grænkeralífsstíllinn sé ekki kolefnislosunarminni en landbúnaður því flytja þurfi inn eitt og annað sem honum tengist svo sem hnetur og ólíur ýmsar. Vísir hefur reynt að ná í bæði Guðrúnu Sigríði Tryggvadóttur formann BÍ og Guðfinnu Hörpu Árnadóttur formann Landsamtaka sauðfjárbænda nú í morgun, vegna málsins en án árangurs.
Borgarstjórn Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira