Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 18:45 Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum. Neytendur Smálán Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum.
Neytendur Smálán Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira