Segir vandasamara að setja saman matseðil þegar matvæli eru útilokuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 21:15 Hólmfríður Þorgeirsdóttir er verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis segir jákvætt að auka jurtaafurðir í mataræði skólabarna. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, segir embættið vonandi fara af stað með landskönnun á mataræði hjá 18 ára og eldri í haust og þá komi í ljós hversu hátt hlutfall landsmanna eru grænmetisætur eða vegan. Hún segir næstu skref þar á eftir vonandi vera að kanna það sama hjá yngra fólki, börnum og ungmennum. Greint var frá því fyrr í dag að bændur væru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda um að hætta að bjóða upp á kjöt í mötuneytum Reykjavíkurborgar. Þá hafa ýmsir tjáð sig um málið, þar á meðal Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður, FESK, félags eggja-, svína- og kjúklingabænda. Hann sagði í samtali við Vísi í dag að hann efaðist um að grænkerastefna væri æskileg þar sem hún uppfyllti líklegast ekki ráðleggingar landlæknis. Hólmfríður segir, í samtali við Reykjavík síðdegis, mat þurfa að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar og þó að aukin áhersla á afurðir úr jurtaríkinu sé góð sé vafasamt að útiloka matvæli. „Það er alveg hægt að setja saman matseðil án kjöts og þá auka mjólk, egg og fisk á hollustuna. En eftir því sem fleiri matvæli eru útilokuð því vandasamara er þetta og meira þarf að vanda sig við að setja saman matseðil.“ „Að auka jurtaafurðir er jákvætt, bæði hvað varðar hollustu og umhverfismál og í samræmi við ráðleggingar embættisins,“ bætir Hólmfríður við. Hún segir þó að sér lítist ekki á að hætt verði að bjóða upp á dýraafurðir alfarið, það sé ekki í samræmi við ráðleggingar landlæknis. „Það er mælt með því að það sé fiskur tvisvar í viku og boðið upp á hreinar, fituminni mjólkurvörur, kjöt í hófi og takmarka neyslu sérstaklega á unnum kjötvörum.“ „Það er hægt að bjóða upp á mat án þess að hafa kjöt. Auðvitað þyrftu börn sem eru grænmetisætur að eiga kost á að fá slíkt fæði í skólanum.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Hólmfríði í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 22:30.Fyrirsögn og frétt hafa verið uppfærð. Heilbrigðismál Matur Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Vegan Tengdar fréttir Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, segir embættið vonandi fara af stað með landskönnun á mataræði hjá 18 ára og eldri í haust og þá komi í ljós hversu hátt hlutfall landsmanna eru grænmetisætur eða vegan. Hún segir næstu skref þar á eftir vonandi vera að kanna það sama hjá yngra fólki, börnum og ungmennum. Greint var frá því fyrr í dag að bændur væru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda um að hætta að bjóða upp á kjöt í mötuneytum Reykjavíkurborgar. Þá hafa ýmsir tjáð sig um málið, þar á meðal Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður, FESK, félags eggja-, svína- og kjúklingabænda. Hann sagði í samtali við Vísi í dag að hann efaðist um að grænkerastefna væri æskileg þar sem hún uppfyllti líklegast ekki ráðleggingar landlæknis. Hólmfríður segir, í samtali við Reykjavík síðdegis, mat þurfa að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar og þó að aukin áhersla á afurðir úr jurtaríkinu sé góð sé vafasamt að útiloka matvæli. „Það er alveg hægt að setja saman matseðil án kjöts og þá auka mjólk, egg og fisk á hollustuna. En eftir því sem fleiri matvæli eru útilokuð því vandasamara er þetta og meira þarf að vanda sig við að setja saman matseðil.“ „Að auka jurtaafurðir er jákvætt, bæði hvað varðar hollustu og umhverfismál og í samræmi við ráðleggingar embættisins,“ bætir Hólmfríður við. Hún segir þó að sér lítist ekki á að hætt verði að bjóða upp á dýraafurðir alfarið, það sé ekki í samræmi við ráðleggingar landlæknis. „Það er mælt með því að það sé fiskur tvisvar í viku og boðið upp á hreinar, fituminni mjólkurvörur, kjöt í hófi og takmarka neyslu sérstaklega á unnum kjötvörum.“ „Það er hægt að bjóða upp á mat án þess að hafa kjöt. Auðvitað þyrftu börn sem eru grænmetisætur að eiga kost á að fá slíkt fæði í skólanum.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Hólmfríði í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 22:30.Fyrirsögn og frétt hafa verið uppfærð.
Heilbrigðismál Matur Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Vegan Tengdar fréttir Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15