Bíða í allt að mánuð eftir tíma hjá heimilislækni á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 27. ágúst 2019 06:45 Heilsugæslan á Akureyri er í gömlu húsnæði og brýnt er að komast í nýtt húsnæði sem fyrst. Fréttablaðið/Auðunn Allt að fjögurra vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni hjá Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) segir bæði skort á heimilislæknum og aðstöðu heilsugæslunnar vera til trafala. „Það er alveg rétt að það er of löng bið eftir tíma hjá heilsugæslulækni og við erum að vinna í því að stytta þennan biðtíma, bæði með að veita einstaklingum önnur úrræði fljótt og minnka þar með þörfina á tíma hjá þínum heimilislækni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Í grunninn er vandinn hins vegar sá að það eru ekki nægilega margir heimilislæknar og einnig erum við í húsnæði sem torveldar störf okkar.“Jón Helgi BjörnssonHeilsugæslan á Akureyri hefur unnið að því síðustu misseri að komast í nýtt húsnæði og er unnið að því í samvinnu við ríkiskaup og bæjaryfirvöld á Akureyri. Talið er að líklegasti kosturinn í dag sé að byggðar verði tvær nýjar heilsugæslur í bænum. „Við höfum átt gott samstarf við Akureyrarbæ um að finna heilsugæslunni ákjósanlega staði í bænum og í samvinnu við Ríkiskaup erum við að greina þörfina á húsnæði. Okkur þykir líklegt að farið verði í nýtt húsnæði sem þarf þá að reisa yfir starfsemina,“ segir Jón Helgi. Heilsugæslan hefur verið skilgreind af hinu opinbera sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir hefur sagt að til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þurfi að efla hana og styrkja en það sé eitt meginmarkmið þeirrar ríkisstjórnar sem nú sitji við völd. Jón Helgi segir að heimilislæknum muni fjölga á næstu árum. „Við þurfum að mennta fleiri í heimilislækningum og við teljum að það horfi til betri vegar. Til að mynda erum við núna með sjö nema í heimilislækningum hjá okkur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Með nýju húsnæði verður einnig til betri vinnuaðstaða fyrir heimilislækna sem verður vonandi til þess að auðvelt verði að manna heilsugæsluna,“ bætir Jón Helgi við. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Allt að fjögurra vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni hjá Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) segir bæði skort á heimilislæknum og aðstöðu heilsugæslunnar vera til trafala. „Það er alveg rétt að það er of löng bið eftir tíma hjá heilsugæslulækni og við erum að vinna í því að stytta þennan biðtíma, bæði með að veita einstaklingum önnur úrræði fljótt og minnka þar með þörfina á tíma hjá þínum heimilislækni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Í grunninn er vandinn hins vegar sá að það eru ekki nægilega margir heimilislæknar og einnig erum við í húsnæði sem torveldar störf okkar.“Jón Helgi BjörnssonHeilsugæslan á Akureyri hefur unnið að því síðustu misseri að komast í nýtt húsnæði og er unnið að því í samvinnu við ríkiskaup og bæjaryfirvöld á Akureyri. Talið er að líklegasti kosturinn í dag sé að byggðar verði tvær nýjar heilsugæslur í bænum. „Við höfum átt gott samstarf við Akureyrarbæ um að finna heilsugæslunni ákjósanlega staði í bænum og í samvinnu við Ríkiskaup erum við að greina þörfina á húsnæði. Okkur þykir líklegt að farið verði í nýtt húsnæði sem þarf þá að reisa yfir starfsemina,“ segir Jón Helgi. Heilsugæslan hefur verið skilgreind af hinu opinbera sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir hefur sagt að til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þurfi að efla hana og styrkja en það sé eitt meginmarkmið þeirrar ríkisstjórnar sem nú sitji við völd. Jón Helgi segir að heimilislæknum muni fjölga á næstu árum. „Við þurfum að mennta fleiri í heimilislækningum og við teljum að það horfi til betri vegar. Til að mynda erum við núna með sjö nema í heimilislækningum hjá okkur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Með nýju húsnæði verður einnig til betri vinnuaðstaða fyrir heimilislækna sem verður vonandi til þess að auðvelt verði að manna heilsugæsluna,“ bætir Jón Helgi við.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira