Erfiðleikar í innanlandsflugi Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. ágúst 2019 07:00 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni. Fréttablaðið/Ernir Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega sem fara um íslenska flugvelli það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Á síðasta ári voru farþegar í innanlandsflugi rúmlega 737 þúsund talsins en voru tæplega 772 þúsund árið áður. Nokkrar sveiflur hafa verið í farþegafjölda síðustu ár en mikil fækkun hefur orðið frá 2005 til 2009. Þá var fjöldi farþega í innanlandsflugi á bilinu 815 til 932 þúsund.Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Ernir„Það er mjög alvarleg staða komin upp í innanlandsfluginu og ég hef tekið hana mjög alvarlega og fylgst með þessari þróun undanfarin ár. Rekstur innanlandsflugs er erfiður eins og reyndar í mest öllum flugrekstri á Íslandi,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri. Hann segist leggja mikla áherslu á skosku leiðina til að styrkja innanlandsflug en hún felist í opinberum niðurgreiðslum á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu. „Ég vil gjarnan í nýrri flugstefnu sem er nú í mótun sjá tekið á þessu og hún samþætt við aðrar stefnur eins og byggðastefnu. Það yrði mjög alvarleg staða sem kæmi upp ef innanlandsflug heldur áfram að veikjast og veikjast.“ Miklu skipti hvernig stjórnvöld hyggist bregðast heildrænt við. „Það er lykilatriði fyrir byggð í landinu og byggðaþróun að til staðar sé sterkt innanlandsflug fyrir þær byggðir sem fjærst eru borginni.“ Hann telur að ekki sé ekki neinn áhugi á því meðal þjóðarinnar að Ísland breytist í borgríki. „Eins leiðinlegt og slíkt samfélag yrði. Því er þó ekki að neita að við erum komin býsna langt í þeirri þróun. Við þurfum að sporna við þeirri þróun“. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir efnahagsástandið hafa mikil áhrif sem og fækkun ferðamanna. „Við höfum á öllu þessu ári verið að aðlaga rekstur okkar að þessari stöðu en eigum eftir að sjá hvernig veturinn kemur út.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega sem fara um íslenska flugvelli það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Á síðasta ári voru farþegar í innanlandsflugi rúmlega 737 þúsund talsins en voru tæplega 772 þúsund árið áður. Nokkrar sveiflur hafa verið í farþegafjölda síðustu ár en mikil fækkun hefur orðið frá 2005 til 2009. Þá var fjöldi farþega í innanlandsflugi á bilinu 815 til 932 þúsund.Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Ernir„Það er mjög alvarleg staða komin upp í innanlandsfluginu og ég hef tekið hana mjög alvarlega og fylgst með þessari þróun undanfarin ár. Rekstur innanlandsflugs er erfiður eins og reyndar í mest öllum flugrekstri á Íslandi,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri. Hann segist leggja mikla áherslu á skosku leiðina til að styrkja innanlandsflug en hún felist í opinberum niðurgreiðslum á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu. „Ég vil gjarnan í nýrri flugstefnu sem er nú í mótun sjá tekið á þessu og hún samþætt við aðrar stefnur eins og byggðastefnu. Það yrði mjög alvarleg staða sem kæmi upp ef innanlandsflug heldur áfram að veikjast og veikjast.“ Miklu skipti hvernig stjórnvöld hyggist bregðast heildrænt við. „Það er lykilatriði fyrir byggð í landinu og byggðaþróun að til staðar sé sterkt innanlandsflug fyrir þær byggðir sem fjærst eru borginni.“ Hann telur að ekki sé ekki neinn áhugi á því meðal þjóðarinnar að Ísland breytist í borgríki. „Eins leiðinlegt og slíkt samfélag yrði. Því er þó ekki að neita að við erum komin býsna langt í þeirri þróun. Við þurfum að sporna við þeirri þróun“. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir efnahagsástandið hafa mikil áhrif sem og fækkun ferðamanna. „Við höfum á öllu þessu ári verið að aðlaga rekstur okkar að þessari stöðu en eigum eftir að sjá hvernig veturinn kemur út.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira