Fær 1,8 milljónir fyrir hvern dag sem hann heldur sæti sínu í Lakers-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2019 12:00 Dwight Howard lék síðast með Lakers í úrslitakeppninni 2013. Það er einnig í síðasta skiptið sem Los Angeles Lakers liðið var í úrslitakeppni NBA. Getty/ Ronald Martinez Miðherjinn Dwight Howard samdi við Los Angeles Lakers í gær um leið og hann var laus allra mála. Samningur hans er þó nokkuð sérstakur. Dwight Howard skrifar undir svokallaðan sumarsamning þar sem hann er ekki öruggur með eina einustu krónu. Howard mun aftur á móti vinna sér inn væna upphæð fyrir hvern dag sem hann heldur sér í leikmannahópi Lakers. Frá og með 21. október mun Dwight Howard fá 14.490 Bandaríkjadali fyrir hvern dag sem hann heldur sér í Lakers-liðinu eða 1,8 milljónir króna. Howard hefur því meira en milljón ástæður til að halda sér við efnið þegar tímabilið byrjar en Lakers „græða“ líka mikið á því að láta hann fara ef hann stendur sig ekki.The contract that Dwight Howard will sign in LAL is called a “summer contract” because it has $0 salary protection (comparable to Anthony Bennett in Houston). Howard will earn $14,490 for every day he is on the roster. The per day clock will start on Oct. 21. — Bobby Marks (@BobbyMarks42) August 26, 2019Dwight Howard er að snúa aftur til Lakers liðsins þar sem hann lék einnig tímabilið 2012 til 2013 en þá gekk dæmið ekki upp og hann var farinn sumarið eftir. Lakers bauð honum meiri pening en Dwight Howard „stakk af“ og samdi við Houston Rockets fyrir minni pening. Stuðningsmenn Lakers hafa baulað á hann allar götur síðan en það breytist væntanlega í vetur. Dwight Howard hefur flakkað milli sex félaga síðan að hann yfirgaf Lakers og nú vildi Memphis Grizzlies ekkert með hann hafa. Los Angeles Lakers vantaði miðherja eftir að DeMarcus Cousins sleit krossband. Dwight Howard þarf að sanna sig upp á nýtt og hann er enn bara 33 ára gamall og ætti að eiga eitthvað eftir á tankinum. Hann hefur sýnt Lakers að bakið er orðið gott og þá hefur hann létt sig mikið. Á síðasta tímabilinu þar sem hann var heill, 2017-18 mðe Charlotte Hornets, þá var hann með 16,6 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur það. Dwight Howard hefur líka tekið þá ákvörðun að spila í treyju númer 39 á næstu leiktíð en hann hefur lengstum spilað í treyju númer 12 en var númer 21 hjá Washington Wizards.Our NBA Insider @ShamsCharania reports Dwight Howard will wear No. 39 next season in his return to the Lakers. First look: pic.twitter.com/RnyjRchwKp — Stadium (@Stadium) August 26, 2019Sources: Dwight Howard has cleared waivers and is signing his new Los Angeles Lakers contract now. Howard plans to wear No. 39 as a Laker next season. — Shams Charania (@ShamsCharania) August 26, 2019 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Miðherjinn Dwight Howard samdi við Los Angeles Lakers í gær um leið og hann var laus allra mála. Samningur hans er þó nokkuð sérstakur. Dwight Howard skrifar undir svokallaðan sumarsamning þar sem hann er ekki öruggur með eina einustu krónu. Howard mun aftur á móti vinna sér inn væna upphæð fyrir hvern dag sem hann heldur sér í leikmannahópi Lakers. Frá og með 21. október mun Dwight Howard fá 14.490 Bandaríkjadali fyrir hvern dag sem hann heldur sér í Lakers-liðinu eða 1,8 milljónir króna. Howard hefur því meira en milljón ástæður til að halda sér við efnið þegar tímabilið byrjar en Lakers „græða“ líka mikið á því að láta hann fara ef hann stendur sig ekki.The contract that Dwight Howard will sign in LAL is called a “summer contract” because it has $0 salary protection (comparable to Anthony Bennett in Houston). Howard will earn $14,490 for every day he is on the roster. The per day clock will start on Oct. 21. — Bobby Marks (@BobbyMarks42) August 26, 2019Dwight Howard er að snúa aftur til Lakers liðsins þar sem hann lék einnig tímabilið 2012 til 2013 en þá gekk dæmið ekki upp og hann var farinn sumarið eftir. Lakers bauð honum meiri pening en Dwight Howard „stakk af“ og samdi við Houston Rockets fyrir minni pening. Stuðningsmenn Lakers hafa baulað á hann allar götur síðan en það breytist væntanlega í vetur. Dwight Howard hefur flakkað milli sex félaga síðan að hann yfirgaf Lakers og nú vildi Memphis Grizzlies ekkert með hann hafa. Los Angeles Lakers vantaði miðherja eftir að DeMarcus Cousins sleit krossband. Dwight Howard þarf að sanna sig upp á nýtt og hann er enn bara 33 ára gamall og ætti að eiga eitthvað eftir á tankinum. Hann hefur sýnt Lakers að bakið er orðið gott og þá hefur hann létt sig mikið. Á síðasta tímabilinu þar sem hann var heill, 2017-18 mðe Charlotte Hornets, þá var hann með 16,6 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur það. Dwight Howard hefur líka tekið þá ákvörðun að spila í treyju númer 39 á næstu leiktíð en hann hefur lengstum spilað í treyju númer 12 en var númer 21 hjá Washington Wizards.Our NBA Insider @ShamsCharania reports Dwight Howard will wear No. 39 next season in his return to the Lakers. First look: pic.twitter.com/RnyjRchwKp — Stadium (@Stadium) August 26, 2019Sources: Dwight Howard has cleared waivers and is signing his new Los Angeles Lakers contract now. Howard plans to wear No. 39 as a Laker next season. — Shams Charania (@ShamsCharania) August 26, 2019
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira