Þegar jóga varð trend Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:23 Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun