CNN fjallar um sakbitna sælu höfuðborgarbúa og sumarhitann á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2019 13:50 Miðbærinn hefur iðað af lífi í sólinni. Vísir/Vilhelm Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06
Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30
Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00