Lífið

Spennt að komast aftur í fjörið í Alþingishúsinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragna Árnadóttir verður fyrst kvenna til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis og tekur við starfinu í september. Ragna ræddi nýja starfið við Sindra Sindrason í Íslandi í dag í gær þar sem meðal annars kom fram að hún hlakki mjög til endurkomu í Alþingishúsið.

Ragna segist elska fátt meira en skemmtilegt fólk og góð partý en þurfi þó líka tíma til að vera ein með sjálfri sér. Hún hefur starfað sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár en hún var um tíma dómsmálaráðherra utan flokka.

Hún þekkir því vel til í Alþingishúsinu þangað sem hún snýr nú aftur til að setjast í stólinn sem Helgi Bernódusson hefur haldið heitum frá árinu 2005. Aftur í fjörið, eins og hún orðar það sjálf.

Glasið er alltaf fullt að hennar sögn, ekki hálffullt. Amma hennar hafi vakið hana með tilþrifum þegar hún var barn. Ragna hafi tjáð ömmu sinni að hún væri morgunfúl en amma hennar svarað að bragði að enginn væri morgunfúll. Fólk tæki þá ákvörðun að vera morgunfúll.

Tekið er hús á Rögnu í fallegu húsi hennar í miðbæ Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.