Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 19:45 Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlmenn. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra karlmanna fer minnkandi þó aðra sögu sé að segja af notkun ungra kvenna. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. Undanfarin ár hefur umræða um notkun rafrettna meðal ungmenna farið mikinn. Embætti Landlæknis mældi aukningu í mörg ár en nú er breyting á. „Við vorum að mæla aukningu í mörg ár. Í fyrra sáum við að það var hætt að aukast notkun á rafrettum og í ár sjáum við að það er heldur að draga úr þeim heldur en hitt,“ sagði Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis. Þó séu breytingar á notkuninni. Dagleg notkun á rafrettum meðal karlmanna minnkar um tvö prósent. Karlmenn neyta þó tóbaks í vör í auknari mæli en notkunin eykst um sex prósent. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra kvenna minnkar þó ekki, heldur mælist enn í kringum sjö prósent líkt og áður. Þá eykst dagleg notkun á munntóbaki meðal kvenna og fer úr tveimur prósentum í þrjú. „Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlar. Sérstaklega ungar konur,“ sagði Viðar. Viðar vonast til að skólayfirvöld taki höndum saman í ljósi þess að skólahald er hafið að nýju, en samkvæmt lögum um rafrettur er notkun þeirra bönnuðí skólum landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns í Bandaríkjunum. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. „Það hefur lengi verið sagt að skaðsemi af völdum notkunar á rafrettum er ekki þekkt. Þetta eru mjög áhugaverðar upplýsignar sem eru að koma fram núna en það er vöntun á landtímarannsóknum á rafrettum en þær eru örugglega ekki skaðlausar,“ sagði Viðar. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlmenn. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra karlmanna fer minnkandi þó aðra sögu sé að segja af notkun ungra kvenna. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. Undanfarin ár hefur umræða um notkun rafrettna meðal ungmenna farið mikinn. Embætti Landlæknis mældi aukningu í mörg ár en nú er breyting á. „Við vorum að mæla aukningu í mörg ár. Í fyrra sáum við að það var hætt að aukast notkun á rafrettum og í ár sjáum við að það er heldur að draga úr þeim heldur en hitt,“ sagði Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis. Þó séu breytingar á notkuninni. Dagleg notkun á rafrettum meðal karlmanna minnkar um tvö prósent. Karlmenn neyta þó tóbaks í vör í auknari mæli en notkunin eykst um sex prósent. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra kvenna minnkar þó ekki, heldur mælist enn í kringum sjö prósent líkt og áður. Þá eykst dagleg notkun á munntóbaki meðal kvenna og fer úr tveimur prósentum í þrjú. „Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlar. Sérstaklega ungar konur,“ sagði Viðar. Viðar vonast til að skólayfirvöld taki höndum saman í ljósi þess að skólahald er hafið að nýju, en samkvæmt lögum um rafrettur er notkun þeirra bönnuðí skólum landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns í Bandaríkjunum. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. „Það hefur lengi verið sagt að skaðsemi af völdum notkunar á rafrettum er ekki þekkt. Þetta eru mjög áhugaverðar upplýsignar sem eru að koma fram núna en það er vöntun á landtímarannsóknum á rafrettum en þær eru örugglega ekki skaðlausar,“ sagði Viðar.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22