Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 18:30 Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. Forstjórinn segir félagið hafa farið að flestum tilmælum stofnunarinnar en fallist hvorki á íslenskt eftirlit né úrskurði. Umboðsmaður skuldara og Neytendasamtökin fagna ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa birti ákvörðun sína í máli gegn smálánafélaginu Ecommerce 2020 í gær, sem staðsett er í Danmörku en rekur fimm smálánafyrirtæki hér á landi. Fram hefur komið að niðurstaða stofnunarinnar sé sú að félaginu beri að fara að íslenskum lögum. Fram kemur að félagið hafi brotið gegn íslenskum neytendalögum með innheimtu hás kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í stöðluðu eyðublaði og lánssamningum. Þeim fyrirmælum var beint til félagsins að koma upplýsingum í viðunandi horf. Ecommerce sendi fréttastofu tilkynningu í dag þar sem fram kemur að félagið sé ósammála því að íslensk lög gildi um smálánin og að fyrirtækið ætli að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilvitnun í forstjóra fyrirtækisins segir að félagið hafi lækkað vexti en þeir voru áður á bilinu 3.400 prósent til 13.200 prósent. Umbætur hafi verið gerðar á stöðluðu eyðublaði og lánssamningi. Þá telji fyrirtækið að vísa eigi til danskra eftirlitsstjórnvalda og úrskurðaraðila en ekki íslenskra eins og Neytendastofa kveði á um. Stjórnendur fyrirtækisins telja að dönsk lög eigi að gilda um lánssamninga.Sigur myndi breyta miklu fyrir skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara Formaður Neytendasamtakanna fagnaði ákvörðun Neytendastofu í samtali við fréttastofu í gær og það sama gerði lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara í dag en tveir þriðju þeirra sem leita þangað hafa tekið smálán af einhverjum toga. „Það er auðvitað mjög jákvætt að sjá þessa ákvörðun frá Neytendastofu og við höfum bent ítrekað á þennan kostnað, að hann sé alltof hár og ekki í samræmi við lög, en það hefur auðvitað verið ágreiningur um hvort að íslensk lög gildi um þetta fyrirtæki,“ sagði Sara Jasonardóttir, lögfræðingur og verkefnisstjóri hjá Umboðsmanni skuldara í samtali við fréttastofu. Fram hefur komið að Neytendasamtökin séu að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn eCommerce á grundvelli ákvörðunar Neytendastofu. Sara segir það jákvætt ef samtökin ynnu sigur. „Ef þeir ynnu sigur í slíku máli myndi það breyta miklu hjá okkar skjólstæðingum.“Fréttatilkynningu Ecommerce 2020 má sjá hér í heild sinni:Neytendastofa sendi frá sér í gær tilkynningu þess efnis að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ecommerce 2020 beri í ákveðnum tilvikum að fara að íslenskum lögum, en ekki dönskum, í viðskiptum sína við íslenska neytendur. Í ákvörðun Neytendastofu segir einnig að Ecommerce 2020 beri að breyta stöðluðu eyðublaði og lánasamningum til samræmis við athugasemdir stofunnar. Ecommerce 2020 vill koma því á framfæri að fyrirtækið hefur undanfarna mánuði átt í góðu samstarfi með Neytendastofu og tekið til greina athugasemdir er snúa að verklagi Ecommerce 2020 og bætt þar úr. Búið er að stórlækka kostnað á lánum sem standa viðskiptavinum til boða, neytendum til hagsbóta. Eftir stendur að félagið er ósammála þeirri niðurstöðu Neytendastofu að íslensk lög gildi um lánin. „Við höfðum lækkað vexti áður en nokkrar athugasemdir bárust frá Neytendastofu og þannig tryggt neytendum sem best kjör. Eins og segir í ákvörðuninni þá gerðum við umbætur á stöðluðu eyðublaði og lánasamningi en féllumst hins vegar ekki á allar athugasemdirnar og þá helst þær sem snúa að upplýsingum um eftirlitsstjórnvald og úrskurðaraðila. Gerðum við þar af leiðandi ekki þær breytingar, enda teljum við að vísa eigi til danskra stofnana þar að lútandi.“ (Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce 2020) Fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Unnið er að kærunni að svo stöddu. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni. Þangað til að úrskurður fæst munum við að sjálfsögðu halda áfram að gera okkar til þess að samstarfið við Neytendastofu verði sem best“ (Ondrej Smakal) Neytendur Smálán Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. Forstjórinn segir félagið hafa farið að flestum tilmælum stofnunarinnar en fallist hvorki á íslenskt eftirlit né úrskurði. Umboðsmaður skuldara og Neytendasamtökin fagna ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa birti ákvörðun sína í máli gegn smálánafélaginu Ecommerce 2020 í gær, sem staðsett er í Danmörku en rekur fimm smálánafyrirtæki hér á landi. Fram hefur komið að niðurstaða stofnunarinnar sé sú að félaginu beri að fara að íslenskum lögum. Fram kemur að félagið hafi brotið gegn íslenskum neytendalögum með innheimtu hás kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í stöðluðu eyðublaði og lánssamningum. Þeim fyrirmælum var beint til félagsins að koma upplýsingum í viðunandi horf. Ecommerce sendi fréttastofu tilkynningu í dag þar sem fram kemur að félagið sé ósammála því að íslensk lög gildi um smálánin og að fyrirtækið ætli að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilvitnun í forstjóra fyrirtækisins segir að félagið hafi lækkað vexti en þeir voru áður á bilinu 3.400 prósent til 13.200 prósent. Umbætur hafi verið gerðar á stöðluðu eyðublaði og lánssamningi. Þá telji fyrirtækið að vísa eigi til danskra eftirlitsstjórnvalda og úrskurðaraðila en ekki íslenskra eins og Neytendastofa kveði á um. Stjórnendur fyrirtækisins telja að dönsk lög eigi að gilda um lánssamninga.Sigur myndi breyta miklu fyrir skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara Formaður Neytendasamtakanna fagnaði ákvörðun Neytendastofu í samtali við fréttastofu í gær og það sama gerði lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara í dag en tveir þriðju þeirra sem leita þangað hafa tekið smálán af einhverjum toga. „Það er auðvitað mjög jákvætt að sjá þessa ákvörðun frá Neytendastofu og við höfum bent ítrekað á þennan kostnað, að hann sé alltof hár og ekki í samræmi við lög, en það hefur auðvitað verið ágreiningur um hvort að íslensk lög gildi um þetta fyrirtæki,“ sagði Sara Jasonardóttir, lögfræðingur og verkefnisstjóri hjá Umboðsmanni skuldara í samtali við fréttastofu. Fram hefur komið að Neytendasamtökin séu að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn eCommerce á grundvelli ákvörðunar Neytendastofu. Sara segir það jákvætt ef samtökin ynnu sigur. „Ef þeir ynnu sigur í slíku máli myndi það breyta miklu hjá okkar skjólstæðingum.“Fréttatilkynningu Ecommerce 2020 má sjá hér í heild sinni:Neytendastofa sendi frá sér í gær tilkynningu þess efnis að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ecommerce 2020 beri í ákveðnum tilvikum að fara að íslenskum lögum, en ekki dönskum, í viðskiptum sína við íslenska neytendur. Í ákvörðun Neytendastofu segir einnig að Ecommerce 2020 beri að breyta stöðluðu eyðublaði og lánasamningum til samræmis við athugasemdir stofunnar. Ecommerce 2020 vill koma því á framfæri að fyrirtækið hefur undanfarna mánuði átt í góðu samstarfi með Neytendastofu og tekið til greina athugasemdir er snúa að verklagi Ecommerce 2020 og bætt þar úr. Búið er að stórlækka kostnað á lánum sem standa viðskiptavinum til boða, neytendum til hagsbóta. Eftir stendur að félagið er ósammála þeirri niðurstöðu Neytendastofu að íslensk lög gildi um lánin. „Við höfðum lækkað vexti áður en nokkrar athugasemdir bárust frá Neytendastofu og þannig tryggt neytendum sem best kjör. Eins og segir í ákvörðuninni þá gerðum við umbætur á stöðluðu eyðublaði og lánasamningi en féllumst hins vegar ekki á allar athugasemdirnar og þá helst þær sem snúa að upplýsingum um eftirlitsstjórnvald og úrskurðaraðila. Gerðum við þar af leiðandi ekki þær breytingar, enda teljum við að vísa eigi til danskra stofnana þar að lútandi.“ (Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce 2020) Fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Unnið er að kærunni að svo stöddu. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni. Þangað til að úrskurður fæst munum við að sjálfsögðu halda áfram að gera okkar til þess að samstarfið við Neytendastofu verði sem best“ (Ondrej Smakal)
Neytendur Smálán Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira