Segja að vandi á einum stað eigi ekki að leiða til banns annars staðar Kristinn Haukur Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Ísland lagðist gegn aukinni vernd á 17 af 18 tegundum hákarla. Íslensk stjórnvöld vildu á þingi CITES í Genf að aðeins ein af átján hákarlategundum fengi aukna vernd. Ísland hefur lagt áherslu á að vandi tegundar á einum stað ætti ekki að leiða til veiðibanns annars staðar. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins, segir að afstaða Íslands varðandi vernd hákarla hafi tekið mið af mati sérfræðingahóps Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hafi hópurinn eingöngu mælt með því að ein þeirra tegunda sem um ræðir yrði tekin upp í viðauka II Washingtonsáttmálans um aukna vernd. „Afstaðan er enn fremur í samræmi við áherslu íslenskra stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og ábyrga svæðisbundna fiskveiðistjórnun,“ segir Ásta. „Meðal annars hefur verið lögð áhersla á það á vettvangi CITES að vandi í tegund á einum stað leiði ekki til veiðibanns á sömu tegund þar sem stofninn er í góðu horfi.“ Að sögn Ástu hafa íslensk stjórnvöld bent á að fiskveiðistjórnun sé ekki á valdsviði CITES heldur beri strandríkjum og viðeigandi fiskveiðistjórnunarstofnunum að tryggja nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Ráðuneytin eigi þó í góðu samráði um þátttöku Íslands á vettvangi CITES. – Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Utanríkismál Tengdar fréttir Íslendingar kusu gegn vernd hákarla á válista Ísland kaus gegn verndun hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES. Þar var samþykkt að veita 18 tegundum vernd en engin þeirra lifir við Ísland. 27. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vildu á þingi CITES í Genf að aðeins ein af átján hákarlategundum fengi aukna vernd. Ísland hefur lagt áherslu á að vandi tegundar á einum stað ætti ekki að leiða til veiðibanns annars staðar. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins, segir að afstaða Íslands varðandi vernd hákarla hafi tekið mið af mati sérfræðingahóps Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hafi hópurinn eingöngu mælt með því að ein þeirra tegunda sem um ræðir yrði tekin upp í viðauka II Washingtonsáttmálans um aukna vernd. „Afstaðan er enn fremur í samræmi við áherslu íslenskra stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og ábyrga svæðisbundna fiskveiðistjórnun,“ segir Ásta. „Meðal annars hefur verið lögð áhersla á það á vettvangi CITES að vandi í tegund á einum stað leiði ekki til veiðibanns á sömu tegund þar sem stofninn er í góðu horfi.“ Að sögn Ástu hafa íslensk stjórnvöld bent á að fiskveiðistjórnun sé ekki á valdsviði CITES heldur beri strandríkjum og viðeigandi fiskveiðistjórnunarstofnunum að tryggja nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Ráðuneytin eigi þó í góðu samráði um þátttöku Íslands á vettvangi CITES. –
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Utanríkismál Tengdar fréttir Íslendingar kusu gegn vernd hákarla á válista Ísland kaus gegn verndun hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES. Þar var samþykkt að veita 18 tegundum vernd en engin þeirra lifir við Ísland. 27. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Íslendingar kusu gegn vernd hákarla á válista Ísland kaus gegn verndun hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES. Þar var samþykkt að veita 18 tegundum vernd en engin þeirra lifir við Ísland. 27. ágúst 2019 06:00