Satt og logið um þriðja orkupakkann Starri Reynisson skrifar 28. ágúst 2019 10:21 Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Starri Reynisson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun