Erlent

Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Siglingin hófst miðvikudaginn 14. ágúst.
Siglingin hófst miðvikudaginn 14. ágúst. Vísir/Getty
Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 

Greta, sem er sextán ára gömul, greindi frá því á Twitter síðdegis í dag akkeri skútunnar hefði verið látið falla við Coney Island við New York. Hún myndi svo koma í land á flóðinu.

Greta hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa.

Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Chile í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki.

Er það aðgerð af hennar hálfu til að draga úr kolefnisfótspori sínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×