Forræðishyggja í borginni Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Þeir sem hafa verið lengi við völd verða oft værukærir. Hlusta helst á viðhlæjendur. Telja sig ekki þurfa að hlusta á kjósendur og upplýsa þá sem minnst. Vilja frekar hafa vit fyrir fólki. Borgarstjóri hefur verið 17 ár í borgarstjórn. Það er langur tími. Það er kannski engin tilviljun að lítið samráð er haft þegar farið er í framkvæmdir. Hverfisgatan er því miður ekki einsdæmi um vinnubrögðin. Lítið er hlustað þegar skattar og gjöld íþyngja fólki og rekstraraðilum svo margir þurfa að hætta starfsemi. Í stað þess að bæta strætó er lögð áhersla á þrengingar til að þvinga fólk til að breyta um ferðamáta. Ég trúi frekar á að gefa fólki valkost. Bæta þjónustuna. Og svo er þrengt að náttúrunni. Búið er að skipuleggja atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúanna. Fyrirhugað er í skipulagi að byggja blokkir efst í Laugardalnum. Og lítið bólar á orkuskiptum fyrir farþegaskipin sem menga hressilega.Skerða skólamatinn Nýjasta útspilið er svo að „minnka framboð dýraafurða verulega“ fyrir skólabörn, eins og oddviti VG orðaði það. Skerða þannig skólamatinn. Skyr, fiskur, ostur, kjöt og egg eru dýraafurðir. Af hverju í ósköpunum vill meirihlutinn í borgarstjórn þetta? Jú, það er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þá þarf að flytja inn grænmeti og ávexti í staðinn með flugi og skipum. Væri ekki nær að líta sér nær? Bjóða börnunum hollan og fjölbreyttan mat í skólunum? Og ef við viljum í alvöru vera umhverfisvæn. Þá eigum við að auðvelda rafbílavæðingu. Minnka losun farþegaskipa. Hlífa grænu svæðunum í borginni. Og hætta að vera með borgarstjórabíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Svo eitthvað sé nefnt. Matur barna skiptir máli. Ég hefði frekar viljað sjá tillögur um að bæta skólamat frekar en að skerða hann. Hafa val. En svona getur langseta í borgarstjórn leitt hið ágætasta fólk út á forað forræðishyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skóla - og menntamál Vegan Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa verið lengi við völd verða oft værukærir. Hlusta helst á viðhlæjendur. Telja sig ekki þurfa að hlusta á kjósendur og upplýsa þá sem minnst. Vilja frekar hafa vit fyrir fólki. Borgarstjóri hefur verið 17 ár í borgarstjórn. Það er langur tími. Það er kannski engin tilviljun að lítið samráð er haft þegar farið er í framkvæmdir. Hverfisgatan er því miður ekki einsdæmi um vinnubrögðin. Lítið er hlustað þegar skattar og gjöld íþyngja fólki og rekstraraðilum svo margir þurfa að hætta starfsemi. Í stað þess að bæta strætó er lögð áhersla á þrengingar til að þvinga fólk til að breyta um ferðamáta. Ég trúi frekar á að gefa fólki valkost. Bæta þjónustuna. Og svo er þrengt að náttúrunni. Búið er að skipuleggja atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúanna. Fyrirhugað er í skipulagi að byggja blokkir efst í Laugardalnum. Og lítið bólar á orkuskiptum fyrir farþegaskipin sem menga hressilega.Skerða skólamatinn Nýjasta útspilið er svo að „minnka framboð dýraafurða verulega“ fyrir skólabörn, eins og oddviti VG orðaði það. Skerða þannig skólamatinn. Skyr, fiskur, ostur, kjöt og egg eru dýraafurðir. Af hverju í ósköpunum vill meirihlutinn í borgarstjórn þetta? Jú, það er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þá þarf að flytja inn grænmeti og ávexti í staðinn með flugi og skipum. Væri ekki nær að líta sér nær? Bjóða börnunum hollan og fjölbreyttan mat í skólunum? Og ef við viljum í alvöru vera umhverfisvæn. Þá eigum við að auðvelda rafbílavæðingu. Minnka losun farþegaskipa. Hlífa grænu svæðunum í borginni. Og hætta að vera með borgarstjórabíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Svo eitthvað sé nefnt. Matur barna skiptir máli. Ég hefði frekar viljað sjá tillögur um að bæta skólamat frekar en að skerða hann. Hafa val. En svona getur langseta í borgarstjórn leitt hið ágætasta fólk út á forað forræðishyggjunnar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar