Leitin ekki borið árangur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 19:00 Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48
Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07
Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22
Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28