Leitin ekki borið árangur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 19:00 Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48
Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07
Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22
Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28