Tónleikagestir til fyrirmyndar þrátt fyrir tvær handtökur Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 10:09 Þorri tónleikagesti þótti haga sér vel á tónleikum Ed Sheeran um helgina. Vísir/vilhelm Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld. Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld.
Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira