Skráðu óvart kúluvarpara í boðhlaupið og voru dæmdir úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 22:30 Youcef Zatat. Getty/Bryn Lennon Enginn Breti kom í mark í boðhlaupi á Evrópumeistaramóti landsliða um helgina þökk sé ótrúlegu klúðri hjá breska frjálsíþróttasambandinu. A-deildin fór fram í Póllandi en breska liðið átti ekki síns bestu helgi og endaði í fimmta sæti. Lágpunkturinn var þó umrætt 4 x 400 metra boðhlaup karla sem var ein af síðustu greinum keppninnar. Sá sem skráði menn til leiks fyrir breska sambandið ruglaðist algjörlega og skráði kúluvarpara sem einn af hlaupurum Breta í boðhlaupinu. Kúluvarparinn heitir Youcef Zatat er öflugur kastari en það fara ekki eins margar sögur af afrekum hans á hlaupabrautinni. Lykilatriðið var þó líklega að Youcef Zatat var bara varamaður og hafði ekki einu sinni ferðast með breska liðinu til Póllands. Skrásetjarinn átti að rita nafn Rabah Yousif á skráningarblaðið en skrifaði þess í stað nafn Youcef Zatat. Rabah Yousif átti þannig að hlaupa fyrsta sprettinn en svo áttu þeir Ethan Brown, Lee Thompson og Martyn Rooney að taka við. Þegar mistökin uppgötvuðust þá var breska boðhlaupsliðið dæmt úr leik.Great Britain were disqualified from the men's 4x400m relay at the European Athletics Team Championships....because a reserve shot putter was named in the line-up by mistake. Full story: https://t.co/WAr9AsSNqbpic.twitter.com/PhE2tyPZqr — BBC Sport (@BBCSport) August 11, 2019Neil Black, yfirmaður hjá breska frjálsíþróttasambandinu, kallaði þetta tæknileg mistök, en fullvissaði um að allt yrði gert til að komast að því hvað gerðist þarna. Hann hrósaði íþróttamönnunum fyrir að hafa tekið þessum ömurlegu tíðundum eins vel og hægt var. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira
Enginn Breti kom í mark í boðhlaupi á Evrópumeistaramóti landsliða um helgina þökk sé ótrúlegu klúðri hjá breska frjálsíþróttasambandinu. A-deildin fór fram í Póllandi en breska liðið átti ekki síns bestu helgi og endaði í fimmta sæti. Lágpunkturinn var þó umrætt 4 x 400 metra boðhlaup karla sem var ein af síðustu greinum keppninnar. Sá sem skráði menn til leiks fyrir breska sambandið ruglaðist algjörlega og skráði kúluvarpara sem einn af hlaupurum Breta í boðhlaupinu. Kúluvarparinn heitir Youcef Zatat er öflugur kastari en það fara ekki eins margar sögur af afrekum hans á hlaupabrautinni. Lykilatriðið var þó líklega að Youcef Zatat var bara varamaður og hafði ekki einu sinni ferðast með breska liðinu til Póllands. Skrásetjarinn átti að rita nafn Rabah Yousif á skráningarblaðið en skrifaði þess í stað nafn Youcef Zatat. Rabah Yousif átti þannig að hlaupa fyrsta sprettinn en svo áttu þeir Ethan Brown, Lee Thompson og Martyn Rooney að taka við. Þegar mistökin uppgötvuðust þá var breska boðhlaupsliðið dæmt úr leik.Great Britain were disqualified from the men's 4x400m relay at the European Athletics Team Championships....because a reserve shot putter was named in the line-up by mistake. Full story: https://t.co/WAr9AsSNqbpic.twitter.com/PhE2tyPZqr — BBC Sport (@BBCSport) August 11, 2019Neil Black, yfirmaður hjá breska frjálsíþróttasambandinu, kallaði þetta tæknileg mistök, en fullvissaði um að allt yrði gert til að komast að því hvað gerðist þarna. Hann hrósaði íþróttamönnunum fyrir að hafa tekið þessum ömurlegu tíðundum eins vel og hægt var.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira