Skráðu óvart kúluvarpara í boðhlaupið og voru dæmdir úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 22:30 Youcef Zatat. Getty/Bryn Lennon Enginn Breti kom í mark í boðhlaupi á Evrópumeistaramóti landsliða um helgina þökk sé ótrúlegu klúðri hjá breska frjálsíþróttasambandinu. A-deildin fór fram í Póllandi en breska liðið átti ekki síns bestu helgi og endaði í fimmta sæti. Lágpunkturinn var þó umrætt 4 x 400 metra boðhlaup karla sem var ein af síðustu greinum keppninnar. Sá sem skráði menn til leiks fyrir breska sambandið ruglaðist algjörlega og skráði kúluvarpara sem einn af hlaupurum Breta í boðhlaupinu. Kúluvarparinn heitir Youcef Zatat er öflugur kastari en það fara ekki eins margar sögur af afrekum hans á hlaupabrautinni. Lykilatriðið var þó líklega að Youcef Zatat var bara varamaður og hafði ekki einu sinni ferðast með breska liðinu til Póllands. Skrásetjarinn átti að rita nafn Rabah Yousif á skráningarblaðið en skrifaði þess í stað nafn Youcef Zatat. Rabah Yousif átti þannig að hlaupa fyrsta sprettinn en svo áttu þeir Ethan Brown, Lee Thompson og Martyn Rooney að taka við. Þegar mistökin uppgötvuðust þá var breska boðhlaupsliðið dæmt úr leik.Great Britain were disqualified from the men's 4x400m relay at the European Athletics Team Championships....because a reserve shot putter was named in the line-up by mistake. Full story: https://t.co/WAr9AsSNqbpic.twitter.com/PhE2tyPZqr — BBC Sport (@BBCSport) August 11, 2019Neil Black, yfirmaður hjá breska frjálsíþróttasambandinu, kallaði þetta tæknileg mistök, en fullvissaði um að allt yrði gert til að komast að því hvað gerðist þarna. Hann hrósaði íþróttamönnunum fyrir að hafa tekið þessum ömurlegu tíðundum eins vel og hægt var. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Enginn Breti kom í mark í boðhlaupi á Evrópumeistaramóti landsliða um helgina þökk sé ótrúlegu klúðri hjá breska frjálsíþróttasambandinu. A-deildin fór fram í Póllandi en breska liðið átti ekki síns bestu helgi og endaði í fimmta sæti. Lágpunkturinn var þó umrætt 4 x 400 metra boðhlaup karla sem var ein af síðustu greinum keppninnar. Sá sem skráði menn til leiks fyrir breska sambandið ruglaðist algjörlega og skráði kúluvarpara sem einn af hlaupurum Breta í boðhlaupinu. Kúluvarparinn heitir Youcef Zatat er öflugur kastari en það fara ekki eins margar sögur af afrekum hans á hlaupabrautinni. Lykilatriðið var þó líklega að Youcef Zatat var bara varamaður og hafði ekki einu sinni ferðast með breska liðinu til Póllands. Skrásetjarinn átti að rita nafn Rabah Yousif á skráningarblaðið en skrifaði þess í stað nafn Youcef Zatat. Rabah Yousif átti þannig að hlaupa fyrsta sprettinn en svo áttu þeir Ethan Brown, Lee Thompson og Martyn Rooney að taka við. Þegar mistökin uppgötvuðust þá var breska boðhlaupsliðið dæmt úr leik.Great Britain were disqualified from the men's 4x400m relay at the European Athletics Team Championships....because a reserve shot putter was named in the line-up by mistake. Full story: https://t.co/WAr9AsSNqbpic.twitter.com/PhE2tyPZqr — BBC Sport (@BBCSport) August 11, 2019Neil Black, yfirmaður hjá breska frjálsíþróttasambandinu, kallaði þetta tæknileg mistök, en fullvissaði um að allt yrði gert til að komast að því hvað gerðist þarna. Hann hrósaði íþróttamönnunum fyrir að hafa tekið þessum ömurlegu tíðundum eins vel og hægt var.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira