Sport

Skráðu óvart kúluvarpara í boðhlaupið og voru dæmdir úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Youcef Zatat.
Youcef Zatat. Getty/Bryn Lennon
Enginn Breti kom í mark í boðhlaupi á Evrópumeistaramóti landsliða um helgina þökk sé ótrúlegu klúðri hjá breska frjálsíþróttasambandinu.

A-deildin fór fram í Póllandi en breska liðið átti ekki síns bestu helgi og endaði í fimmta sæti.

Lágpunkturinn var þó umrætt 4 x 400 metra boðhlaup karla sem var ein af síðustu greinum keppninnar.

Sá sem skráði menn til leiks fyrir breska sambandið ruglaðist algjörlega og skráði kúluvarpara sem einn af hlaupurum Breta í boðhlaupinu.

Kúluvarparinn heitir Youcef Zatat er öflugur kastari en það fara ekki eins margar sögur af afrekum hans á hlaupabrautinni. Lykilatriðið var þó líklega að Youcef Zatat var bara varamaður og hafði ekki einu sinni ferðast með breska liðinu til Póllands.

Skrásetjarinn átti að rita nafn Rabah Yousif á skráningarblaðið en skrifaði þess í stað nafn Youcef Zatat.

Rabah Yousif átti þannig að hlaupa fyrsta sprettinn en svo áttu þeir Ethan Brown, Lee Thompson og Martyn Rooney að taka við. Þegar mistökin uppgötvuðust þá var breska boðhlaupsliðið dæmt úr leik.





Neil Black, yfirmaður hjá breska frjálsíþróttasambandinu, kallaði þetta tæknileg mistök, en fullvissaði um að allt yrði gert til að komast að því hvað gerðist þarna. Hann hrósaði íþróttamönnunum fyrir að hafa tekið þessum ömurlegu tíðundum eins vel og hægt var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×