Hergagnaframleiðsla og íslensk náttúra Guðjón Jensson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Miklu púðri hefur verið eytt í umræðu um orkumál á Íslandi á undanförnum árum. Okkur venjulegum Íslendingum er jafnvel núið um nasir að vilja ekki lengur njóta rafmagns nema stóriðjumenn fái ekki óheftan aðgang að náttúru landsins til að virkja sem allra mest og helst hvar sem er og þrengja jafnframt að náttúruvernd. Varla mega náttúruunnendur sjá einhvers staðar fagurt umhverfi, fossa og óbyggðir til að njóta en að sporgöngumenn stóriðjunnar verði hvumsa við og safni í sig kjarki og hafi stundum uppi stórkarlalegar yfirlýsingar. Í viðtali í sjónvarpsfréttum 29.7. sl. lét Guðni Jóhannesson orkumálastjóri t.d. vægast sagt mjög umdeilda fullyrðingu frá sér fara þar sem gagnrýndar eru raunhæfar hugmyndir um aukna náttúruvernd sem og þjóðgarð á hálendinu: „Við megum ekki girða fyrir möguleika komandi kynslóða, megum heldur ekki dæma þessar kynslóðir til atvinnuleysis og fátæktar í framtíðinni.“ Spurning er hvort íslensk stjórnvöld séu í þjónustu hergagnaframleiðenda? Nú er svo komið að 83% af raforkuframleiðslunni á Íslandi eru í þágu stóriðjunnar en einungis 17% til venjulegrar notkunar. Ekki er fyrirsjáanlegt að stóraukin þörf á raforku sé fyrirsjáanleg í þágu venjulegs fólks ef undan er skilin aukin rafvæðing samgöngutækja. Í dag eru starfandi þrjár álbræðslur í landinu. A.m.k. ein þeirra, sú stærsta í eigu Alkóa austur á Reyðarfirði, er mjög nátengd hergagnaframleiðslu BNA. Auk þess eru tvær verksmiðjur sem framleiða mjög mikilvægt hráefni fyrir stálframleiðslu. Má með öðrum orðum telja Íslendinga staðna að því að fórna mikilvægum náttúruperlum í þeim eina tilgangi að mylja undir þessa umdeildu starfsemi sem er framleiðsla vopna í heiminum? Því miður lenda þessi stórvarhugaverðu vopn í höndum misviturra aðilja, glæpamanna sem virðast ekkert hafa annað þarfara en að skipuleggja manndráp víða um heim. Má geta þess að áratugalöng hernaðarátök hafa verið meginástæða flóttamannavandans en í dag er talið að hátt í 100 milljónir manna séu á flótta undan stríðsátökum og breytingum á náttúru í heimalöndum sínum. Hvers vegna hefur sjónum landsmanna aldrei verið beint að þessari hlið? Stóriðjan hefur verið á útleið innan Evrópusambandsins með aukinni endurnýtingu og bættum lífskjörum með minni sóun verðmæta. Bandaríkjamenn eiga töluvert langt í land og þarlend stjórnvöld sjá framtíð sína í friðsamlegum samskiptum við aðrar þjóðir. Þar er vopnaburður og hætta á ofbeldi talin vera mikilvægur þáttur í mannréttindum og frelsi sem við Evrópubúar lítum á með skelfingu. Eiga málsvarar stóriðjunnar að eiga síðasta orðið um hvernig við förum með landið okkar eða eigum við að fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda og lýðræðis að ákveða sjálf hvar og hvernig við viljum virkja og hvað við viljum friða fyrir vaxandi ágangi gagnvart náttúrunni?Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Miklu púðri hefur verið eytt í umræðu um orkumál á Íslandi á undanförnum árum. Okkur venjulegum Íslendingum er jafnvel núið um nasir að vilja ekki lengur njóta rafmagns nema stóriðjumenn fái ekki óheftan aðgang að náttúru landsins til að virkja sem allra mest og helst hvar sem er og þrengja jafnframt að náttúruvernd. Varla mega náttúruunnendur sjá einhvers staðar fagurt umhverfi, fossa og óbyggðir til að njóta en að sporgöngumenn stóriðjunnar verði hvumsa við og safni í sig kjarki og hafi stundum uppi stórkarlalegar yfirlýsingar. Í viðtali í sjónvarpsfréttum 29.7. sl. lét Guðni Jóhannesson orkumálastjóri t.d. vægast sagt mjög umdeilda fullyrðingu frá sér fara þar sem gagnrýndar eru raunhæfar hugmyndir um aukna náttúruvernd sem og þjóðgarð á hálendinu: „Við megum ekki girða fyrir möguleika komandi kynslóða, megum heldur ekki dæma þessar kynslóðir til atvinnuleysis og fátæktar í framtíðinni.“ Spurning er hvort íslensk stjórnvöld séu í þjónustu hergagnaframleiðenda? Nú er svo komið að 83% af raforkuframleiðslunni á Íslandi eru í þágu stóriðjunnar en einungis 17% til venjulegrar notkunar. Ekki er fyrirsjáanlegt að stóraukin þörf á raforku sé fyrirsjáanleg í þágu venjulegs fólks ef undan er skilin aukin rafvæðing samgöngutækja. Í dag eru starfandi þrjár álbræðslur í landinu. A.m.k. ein þeirra, sú stærsta í eigu Alkóa austur á Reyðarfirði, er mjög nátengd hergagnaframleiðslu BNA. Auk þess eru tvær verksmiðjur sem framleiða mjög mikilvægt hráefni fyrir stálframleiðslu. Má með öðrum orðum telja Íslendinga staðna að því að fórna mikilvægum náttúruperlum í þeim eina tilgangi að mylja undir þessa umdeildu starfsemi sem er framleiðsla vopna í heiminum? Því miður lenda þessi stórvarhugaverðu vopn í höndum misviturra aðilja, glæpamanna sem virðast ekkert hafa annað þarfara en að skipuleggja manndráp víða um heim. Má geta þess að áratugalöng hernaðarátök hafa verið meginástæða flóttamannavandans en í dag er talið að hátt í 100 milljónir manna séu á flótta undan stríðsátökum og breytingum á náttúru í heimalöndum sínum. Hvers vegna hefur sjónum landsmanna aldrei verið beint að þessari hlið? Stóriðjan hefur verið á útleið innan Evrópusambandsins með aukinni endurnýtingu og bættum lífskjörum með minni sóun verðmæta. Bandaríkjamenn eiga töluvert langt í land og þarlend stjórnvöld sjá framtíð sína í friðsamlegum samskiptum við aðrar þjóðir. Þar er vopnaburður og hætta á ofbeldi talin vera mikilvægur þáttur í mannréttindum og frelsi sem við Evrópubúar lítum á með skelfingu. Eiga málsvarar stóriðjunnar að eiga síðasta orðið um hvernig við förum með landið okkar eða eigum við að fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda og lýðræðis að ákveða sjálf hvar og hvernig við viljum virkja og hvað við viljum friða fyrir vaxandi ágangi gagnvart náttúrunni?Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar