Hergagnaframleiðsla og íslensk náttúra Guðjón Jensson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Miklu púðri hefur verið eytt í umræðu um orkumál á Íslandi á undanförnum árum. Okkur venjulegum Íslendingum er jafnvel núið um nasir að vilja ekki lengur njóta rafmagns nema stóriðjumenn fái ekki óheftan aðgang að náttúru landsins til að virkja sem allra mest og helst hvar sem er og þrengja jafnframt að náttúruvernd. Varla mega náttúruunnendur sjá einhvers staðar fagurt umhverfi, fossa og óbyggðir til að njóta en að sporgöngumenn stóriðjunnar verði hvumsa við og safni í sig kjarki og hafi stundum uppi stórkarlalegar yfirlýsingar. Í viðtali í sjónvarpsfréttum 29.7. sl. lét Guðni Jóhannesson orkumálastjóri t.d. vægast sagt mjög umdeilda fullyrðingu frá sér fara þar sem gagnrýndar eru raunhæfar hugmyndir um aukna náttúruvernd sem og þjóðgarð á hálendinu: „Við megum ekki girða fyrir möguleika komandi kynslóða, megum heldur ekki dæma þessar kynslóðir til atvinnuleysis og fátæktar í framtíðinni.“ Spurning er hvort íslensk stjórnvöld séu í þjónustu hergagnaframleiðenda? Nú er svo komið að 83% af raforkuframleiðslunni á Íslandi eru í þágu stóriðjunnar en einungis 17% til venjulegrar notkunar. Ekki er fyrirsjáanlegt að stóraukin þörf á raforku sé fyrirsjáanleg í þágu venjulegs fólks ef undan er skilin aukin rafvæðing samgöngutækja. Í dag eru starfandi þrjár álbræðslur í landinu. A.m.k. ein þeirra, sú stærsta í eigu Alkóa austur á Reyðarfirði, er mjög nátengd hergagnaframleiðslu BNA. Auk þess eru tvær verksmiðjur sem framleiða mjög mikilvægt hráefni fyrir stálframleiðslu. Má með öðrum orðum telja Íslendinga staðna að því að fórna mikilvægum náttúruperlum í þeim eina tilgangi að mylja undir þessa umdeildu starfsemi sem er framleiðsla vopna í heiminum? Því miður lenda þessi stórvarhugaverðu vopn í höndum misviturra aðilja, glæpamanna sem virðast ekkert hafa annað þarfara en að skipuleggja manndráp víða um heim. Má geta þess að áratugalöng hernaðarátök hafa verið meginástæða flóttamannavandans en í dag er talið að hátt í 100 milljónir manna séu á flótta undan stríðsátökum og breytingum á náttúru í heimalöndum sínum. Hvers vegna hefur sjónum landsmanna aldrei verið beint að þessari hlið? Stóriðjan hefur verið á útleið innan Evrópusambandsins með aukinni endurnýtingu og bættum lífskjörum með minni sóun verðmæta. Bandaríkjamenn eiga töluvert langt í land og þarlend stjórnvöld sjá framtíð sína í friðsamlegum samskiptum við aðrar þjóðir. Þar er vopnaburður og hætta á ofbeldi talin vera mikilvægur þáttur í mannréttindum og frelsi sem við Evrópubúar lítum á með skelfingu. Eiga málsvarar stóriðjunnar að eiga síðasta orðið um hvernig við förum með landið okkar eða eigum við að fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda og lýðræðis að ákveða sjálf hvar og hvernig við viljum virkja og hvað við viljum friða fyrir vaxandi ágangi gagnvart náttúrunni?Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Þriðji orkupakkinn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Miklu púðri hefur verið eytt í umræðu um orkumál á Íslandi á undanförnum árum. Okkur venjulegum Íslendingum er jafnvel núið um nasir að vilja ekki lengur njóta rafmagns nema stóriðjumenn fái ekki óheftan aðgang að náttúru landsins til að virkja sem allra mest og helst hvar sem er og þrengja jafnframt að náttúruvernd. Varla mega náttúruunnendur sjá einhvers staðar fagurt umhverfi, fossa og óbyggðir til að njóta en að sporgöngumenn stóriðjunnar verði hvumsa við og safni í sig kjarki og hafi stundum uppi stórkarlalegar yfirlýsingar. Í viðtali í sjónvarpsfréttum 29.7. sl. lét Guðni Jóhannesson orkumálastjóri t.d. vægast sagt mjög umdeilda fullyrðingu frá sér fara þar sem gagnrýndar eru raunhæfar hugmyndir um aukna náttúruvernd sem og þjóðgarð á hálendinu: „Við megum ekki girða fyrir möguleika komandi kynslóða, megum heldur ekki dæma þessar kynslóðir til atvinnuleysis og fátæktar í framtíðinni.“ Spurning er hvort íslensk stjórnvöld séu í þjónustu hergagnaframleiðenda? Nú er svo komið að 83% af raforkuframleiðslunni á Íslandi eru í þágu stóriðjunnar en einungis 17% til venjulegrar notkunar. Ekki er fyrirsjáanlegt að stóraukin þörf á raforku sé fyrirsjáanleg í þágu venjulegs fólks ef undan er skilin aukin rafvæðing samgöngutækja. Í dag eru starfandi þrjár álbræðslur í landinu. A.m.k. ein þeirra, sú stærsta í eigu Alkóa austur á Reyðarfirði, er mjög nátengd hergagnaframleiðslu BNA. Auk þess eru tvær verksmiðjur sem framleiða mjög mikilvægt hráefni fyrir stálframleiðslu. Má með öðrum orðum telja Íslendinga staðna að því að fórna mikilvægum náttúruperlum í þeim eina tilgangi að mylja undir þessa umdeildu starfsemi sem er framleiðsla vopna í heiminum? Því miður lenda þessi stórvarhugaverðu vopn í höndum misviturra aðilja, glæpamanna sem virðast ekkert hafa annað þarfara en að skipuleggja manndráp víða um heim. Má geta þess að áratugalöng hernaðarátök hafa verið meginástæða flóttamannavandans en í dag er talið að hátt í 100 milljónir manna séu á flótta undan stríðsátökum og breytingum á náttúru í heimalöndum sínum. Hvers vegna hefur sjónum landsmanna aldrei verið beint að þessari hlið? Stóriðjan hefur verið á útleið innan Evrópusambandsins með aukinni endurnýtingu og bættum lífskjörum með minni sóun verðmæta. Bandaríkjamenn eiga töluvert langt í land og þarlend stjórnvöld sjá framtíð sína í friðsamlegum samskiptum við aðrar þjóðir. Þar er vopnaburður og hætta á ofbeldi talin vera mikilvægur þáttur í mannréttindum og frelsi sem við Evrópubúar lítum á með skelfingu. Eiga málsvarar stóriðjunnar að eiga síðasta orðið um hvernig við förum með landið okkar eða eigum við að fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda og lýðræðis að ákveða sjálf hvar og hvernig við viljum virkja og hvað við viljum friða fyrir vaxandi ágangi gagnvart náttúrunni?Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar