Matvælaöryggi er ekki hlægilegt Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 13. ágúst 2019 07:18 Nú má lesa á síðum Fréttablaðsins og á Vísi skoðun Guðmundar Steingrímssonar á lambakjötsframleiðslu á Íslandi og þá kannski fyrst og fremst þeirri staðreynd að lambakjötsframleiðsla skuli vera ríkisstyrkt. Grein þingmannsins fyrrverandi er skrifuð í léttum og hæðnum ádeilustíl og eru slíkar skoðanagreinar venjulega í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég er ein af þeirri stétt fólks sem hrifsar milljarða frá þarfari verkefnum ríkisins með hjálp „Hagsmunagæslustofu bænda“ við Austurvöll þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að svo er ekki í þessu tilfelli. Listavel er skautað framhjá flestum rökum fyrir því að styrkja innlenda landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna rök eins og eflingu atvinnu á Íslandi og þá sérstaklega atvinnu í dreifbýli og dreifðari byggðum. Um eða yfir 10 þúsund íslensk störf eru í landbúnaði eða tengd landbúnaði. Þessi störf skila ríki og sveitarfélögum tekjum eins og önnur störf. Sala innlendra afurða skilar ríkinu einnig skatttekjum. Innlend matvælaframleiðsla, þá ekki síst lambakjötsframleiðsla, er samofin einni af okkar helstu útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni í gegnum metnaðarfulla veitingaþjónustu í heimsklassa og er þar með verulega gjaldeyrisskapandi. Þá má nefna að ekki er langt síðan það skipti okkur allmiklu máli að geta sparað gjaldeyri með því að framleiða vörur hér innanlands. En það eru kannski allir búnir að gleyma hruninu, það eru jú meira en 10 ár síðan. Guðmundur Steingrímsson var hins vegar ekki búinn að gleyma því 2010 þegar hann var samflutningsmaður núverandi formanns Framsóknarflokksins að frumvarpi til eflingar á innlendum iðnaði með það að markmiði að spara gjaldeyri og fjölga störfum. Kannski taldi hann innlenda matvælaiðnaðinn eða lambakjötsframleiðsluna aldrei með. Við, íslenskir bændur, framleiðum jú bara veislumat og hver þarf veislumat. Ein rök okkar bænda og vina okkar á Alþingi – ég verð að kalla þau vini mína, þau gefa mér alla peningana – eru þó vandlega tekin fyrir, hædd og höfð að engu. Það eru rökin um matvælaöryggi. Við þurfum nefnilega ekki að framleiða neinn mat á Íslandi, við getum alltaf flutt inn mat. Ef svo illa vill til að eldgos, efnahagshrun eða önnur almenn leiðindi hamla innflutningi í einhverja daga nú þá bara borðum við fisk, fiskveiðiþjóðin! Á frekar „Trump-ískan“ hátt er sneitt snyrtilega framhjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á matvælaframboð og matvælaverð á alþjóðlegum markaði. Á næstu árum og áratugum er því spáð af helstu sérfræðingum í loftslagsmálum að stórir hlutar heimsins þar sem nú er framleiddur matur verði óhæf til matvælaframleiðslu vegna þurrka, þornunar vatnsforðabúra, skógarelda, súrnunar sjávar og annarra öfga í veðurfari. Matarframleiðsla á öðrum svæðum mun verða mun ótryggari en nú er og uppskera minni af sömu ástæðum. Verð á matvælum mun óhjákvæmilega hækka verulega við þessar aðstæður. Matvælaöryggi snýst um að horfa fram í tímann. Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vona því að ef við værum að koma hér að ónumdu landi með sömu heildarupphæð í fjárlögum, myndi ekki slá þögn á salinn þegar stungið yrði upp á því að verja alvöru upphæðum til að mæta grunnþörfum. Staðan í heiminum er þannig í dag að við eigum að verja meira fé til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu en ekki minna fé. Ég get til dæmis tekið undir það að við eigum að styrkja innlenda grænmetis-, berja- og ávaxtarækt miklu meira en gert er. Okkur ber skylda til að efla matvælaöryggi okkar þjóðar og þar með annarra þjóða en ekki grafa undan því. Við eigum að gera það með því að fjölga eggjunum í körfunni en ekki brjóta þau sem fyrir eru. Næst skal ég vera fyndin en nú er mér alvara. Veljum íslenskt!Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinna Harpa Árnadóttir Landbúnaður Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú má lesa á síðum Fréttablaðsins og á Vísi skoðun Guðmundar Steingrímssonar á lambakjötsframleiðslu á Íslandi og þá kannski fyrst og fremst þeirri staðreynd að lambakjötsframleiðsla skuli vera ríkisstyrkt. Grein þingmannsins fyrrverandi er skrifuð í léttum og hæðnum ádeilustíl og eru slíkar skoðanagreinar venjulega í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég er ein af þeirri stétt fólks sem hrifsar milljarða frá þarfari verkefnum ríkisins með hjálp „Hagsmunagæslustofu bænda“ við Austurvöll þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að svo er ekki í þessu tilfelli. Listavel er skautað framhjá flestum rökum fyrir því að styrkja innlenda landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna rök eins og eflingu atvinnu á Íslandi og þá sérstaklega atvinnu í dreifbýli og dreifðari byggðum. Um eða yfir 10 þúsund íslensk störf eru í landbúnaði eða tengd landbúnaði. Þessi störf skila ríki og sveitarfélögum tekjum eins og önnur störf. Sala innlendra afurða skilar ríkinu einnig skatttekjum. Innlend matvælaframleiðsla, þá ekki síst lambakjötsframleiðsla, er samofin einni af okkar helstu útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni í gegnum metnaðarfulla veitingaþjónustu í heimsklassa og er þar með verulega gjaldeyrisskapandi. Þá má nefna að ekki er langt síðan það skipti okkur allmiklu máli að geta sparað gjaldeyri með því að framleiða vörur hér innanlands. En það eru kannski allir búnir að gleyma hruninu, það eru jú meira en 10 ár síðan. Guðmundur Steingrímsson var hins vegar ekki búinn að gleyma því 2010 þegar hann var samflutningsmaður núverandi formanns Framsóknarflokksins að frumvarpi til eflingar á innlendum iðnaði með það að markmiði að spara gjaldeyri og fjölga störfum. Kannski taldi hann innlenda matvælaiðnaðinn eða lambakjötsframleiðsluna aldrei með. Við, íslenskir bændur, framleiðum jú bara veislumat og hver þarf veislumat. Ein rök okkar bænda og vina okkar á Alþingi – ég verð að kalla þau vini mína, þau gefa mér alla peningana – eru þó vandlega tekin fyrir, hædd og höfð að engu. Það eru rökin um matvælaöryggi. Við þurfum nefnilega ekki að framleiða neinn mat á Íslandi, við getum alltaf flutt inn mat. Ef svo illa vill til að eldgos, efnahagshrun eða önnur almenn leiðindi hamla innflutningi í einhverja daga nú þá bara borðum við fisk, fiskveiðiþjóðin! Á frekar „Trump-ískan“ hátt er sneitt snyrtilega framhjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á matvælaframboð og matvælaverð á alþjóðlegum markaði. Á næstu árum og áratugum er því spáð af helstu sérfræðingum í loftslagsmálum að stórir hlutar heimsins þar sem nú er framleiddur matur verði óhæf til matvælaframleiðslu vegna þurrka, þornunar vatnsforðabúra, skógarelda, súrnunar sjávar og annarra öfga í veðurfari. Matarframleiðsla á öðrum svæðum mun verða mun ótryggari en nú er og uppskera minni af sömu ástæðum. Verð á matvælum mun óhjákvæmilega hækka verulega við þessar aðstæður. Matvælaöryggi snýst um að horfa fram í tímann. Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vona því að ef við værum að koma hér að ónumdu landi með sömu heildarupphæð í fjárlögum, myndi ekki slá þögn á salinn þegar stungið yrði upp á því að verja alvöru upphæðum til að mæta grunnþörfum. Staðan í heiminum er þannig í dag að við eigum að verja meira fé til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu en ekki minna fé. Ég get til dæmis tekið undir það að við eigum að styrkja innlenda grænmetis-, berja- og ávaxtarækt miklu meira en gert er. Okkur ber skylda til að efla matvælaöryggi okkar þjóðar og þar með annarra þjóða en ekki grafa undan því. Við eigum að gera það með því að fjölga eggjunum í körfunni en ekki brjóta þau sem fyrir eru. Næst skal ég vera fyndin en nú er mér alvara. Veljum íslenskt!Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun