Segja fyrirætlanir HB Granda „ekki trúverðugar“ og greiða atkvæði gegn kaupunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 13:24 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Gildi lífeyrissjóður hyggst greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum kaupum HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., stærsti hluthafi HB Granda, náðu samkomulagi í síðasta mánuði um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Hong Kong, Japan og Kína. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það var orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar.Fyrir hluthafafundi HB Granda þann 15. ágúst næstkomandi liggur tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar félagsins um kaupin. Lagt er upp með að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu á nýjum hlutum í HB Granda sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, að því er segir í tilkynningu Gildis. Stjórn félagsins virðist þannig hafa í hyggju að hefja sölustarfsemi í Asíu með því að verja „verulegum fjármunum“ til fjárfestingar í áðurnefndum félögum Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem sinnt hafa þessum Aísumörkuðum. Gildi setur spurningamerki við þessar fyrirætlanir HB Granda. „Viðskiptin virðast eiga sér afar skamman aðdraganda hjá stjórn félagsins. Að mati Gildis eru þessar fyrirætlanir ekki trúverðugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu markmiðum, mögulega með minni tilkostnaði. Viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðsins hefur ekki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld og nauðsynleg fyrir HB Granda,“ segir í tilkynningu. Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti hluthafi í HB Granda með um 8,5 prósenta hlut í félaginu. Brim Lífeyrissjóðir Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn hækkar í verði Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
Gildi lífeyrissjóður hyggst greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum kaupum HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., stærsti hluthafi HB Granda, náðu samkomulagi í síðasta mánuði um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Hong Kong, Japan og Kína. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það var orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar.Fyrir hluthafafundi HB Granda þann 15. ágúst næstkomandi liggur tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar félagsins um kaupin. Lagt er upp með að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu á nýjum hlutum í HB Granda sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, að því er segir í tilkynningu Gildis. Stjórn félagsins virðist þannig hafa í hyggju að hefja sölustarfsemi í Asíu með því að verja „verulegum fjármunum“ til fjárfestingar í áðurnefndum félögum Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem sinnt hafa þessum Aísumörkuðum. Gildi setur spurningamerki við þessar fyrirætlanir HB Granda. „Viðskiptin virðast eiga sér afar skamman aðdraganda hjá stjórn félagsins. Að mati Gildis eru þessar fyrirætlanir ekki trúverðugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu markmiðum, mögulega með minni tilkostnaði. Viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðsins hefur ekki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld og nauðsynleg fyrir HB Granda,“ segir í tilkynningu. Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti hluthafi í HB Granda með um 8,5 prósenta hlut í félaginu.
Brim Lífeyrissjóðir Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn hækkar í verði Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22