Segja fyrirætlanir HB Granda „ekki trúverðugar“ og greiða atkvæði gegn kaupunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 13:24 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Gildi lífeyrissjóður hyggst greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum kaupum HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., stærsti hluthafi HB Granda, náðu samkomulagi í síðasta mánuði um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Hong Kong, Japan og Kína. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það var orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar.Fyrir hluthafafundi HB Granda þann 15. ágúst næstkomandi liggur tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar félagsins um kaupin. Lagt er upp með að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu á nýjum hlutum í HB Granda sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, að því er segir í tilkynningu Gildis. Stjórn félagsins virðist þannig hafa í hyggju að hefja sölustarfsemi í Asíu með því að verja „verulegum fjármunum“ til fjárfestingar í áðurnefndum félögum Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem sinnt hafa þessum Aísumörkuðum. Gildi setur spurningamerki við þessar fyrirætlanir HB Granda. „Viðskiptin virðast eiga sér afar skamman aðdraganda hjá stjórn félagsins. Að mati Gildis eru þessar fyrirætlanir ekki trúverðugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu markmiðum, mögulega með minni tilkostnaði. Viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðsins hefur ekki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld og nauðsynleg fyrir HB Granda,“ segir í tilkynningu. Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti hluthafi í HB Granda með um 8,5 prósenta hlut í félaginu. Brim Lífeyrissjóðir Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Gildi lífeyrissjóður hyggst greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum kaupum HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., stærsti hluthafi HB Granda, náðu samkomulagi í síðasta mánuði um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Hong Kong, Japan og Kína. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það var orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar.Fyrir hluthafafundi HB Granda þann 15. ágúst næstkomandi liggur tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar félagsins um kaupin. Lagt er upp með að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu á nýjum hlutum í HB Granda sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, að því er segir í tilkynningu Gildis. Stjórn félagsins virðist þannig hafa í hyggju að hefja sölustarfsemi í Asíu með því að verja „verulegum fjármunum“ til fjárfestingar í áðurnefndum félögum Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem sinnt hafa þessum Aísumörkuðum. Gildi setur spurningamerki við þessar fyrirætlanir HB Granda. „Viðskiptin virðast eiga sér afar skamman aðdraganda hjá stjórn félagsins. Að mati Gildis eru þessar fyrirætlanir ekki trúverðugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu markmiðum, mögulega með minni tilkostnaði. Viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðsins hefur ekki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld og nauðsynleg fyrir HB Granda,“ segir í tilkynningu. Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti hluthafi í HB Granda með um 8,5 prósenta hlut í félaginu.
Brim Lífeyrissjóðir Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22