Viðskipti innlent

Skúli nýr framkvæmdastjóri Kolibri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skúli Valberg Ólafsson, nýr framkvæmdastjóri Kolibri.
Skúli Valberg Ólafsson, nýr framkvæmdastjóri Kolibri. Mynd/Kolibri
Skúli Valberg Ólafsson, núverandi formaður stjórnar Kolibri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Hann tekur við starfinu af Ólafi Erni Nielsen þann 1. september næstkomandi.

Skúli hefur m.a. annars starfað sem stjórnandi hjá EJS, Oz.com, Straumi-Burðarás, Raiffeisen Bank í Austurríki, Beringer Finance og Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð. Þá hefur Skúli verið ráðgjafi fjölda fyrirtækja í breytingarferlum, fjármögnun og nýsköpun.

Hann hefur einnig setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, bæði á Íslandi og erlendis, og má þar nefna CCP, Opin Kerfi Group, Klakka, Símann, Skipti, Florealis og RIFF meðal annara. Skúli er með gráðu í iðnaðar- og kerfisverkfræði frá University of Florida og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Þá leggur hann stund á framhaldsnám í stafrænum viðskiptum.

Kolibri er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki sem handleiðir og þjálfar fyrirtæki og stofnanir í þróun og innleiðingu á stafrænum lausnum. Um þrjátíu starfsmenn starfa nú hjá Kolibri.


Tengdar fréttir

Fjögur ráðin til Kolibri

Fjórir nýir starfsmenn hafa hafið störf hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri

Fjögur ný til Kolibri

Nýju starfsmennirnir eru Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Benedikt Hauksson, Emanuele Milella og Orri Eyþórsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×