Brúin yfir gjána Bjarni Snæbjörn Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 17:16 Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinnumarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert!
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun