Tilraunin til að reyna eignast barn kostaði hann á endanum 218 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:30 Golden Tate og Elise Tate. Getty/Aaron J. Thornton NFL-deildin hafnaði í gær áfrýjun útherjans Golden Tate og leikmaður New York Giants þarf því að taka úr fjögurra leikja bann í upphafi tímabilsins. Golden Tate tapar líka miklum peningum á þessu úrskurði því hann missir líka öll launin sín á þessum tíma. Talið er að Tate tapi um 1,75 milljónum dollara á þessu banni eða um 218 milljónum íslenskra króna.#Giants WR Golden Tate lost his appeal and will be suspended the first 4 games for a PED violation. https://t.co/4s7FIPfyEd — Ian Rapoport (@RapSheet) August 13, 2019Allt þetta kom til vegna þess að Golden Tate var að reyna að eignast barn með konu sinni, Elisu Tate. Hann tók fjórsemislyf í mars en seinna kom svo í ljós að í þeim voru efni á bannlista NFL-deildarinnar. Golden Tate lét sjálfur vita af þessu þegar hann uppgötvaði mistökin en það dugði ekki til að sleppa við bannið. Hann féll á lyfjaprófi og NFL-deildin setti hann í leikbann.Golden Tate’s appeal denied, new Giants WR will sit out first four games over positive PED test https://t.co/10ldULfCdlpic.twitter.com/5BRhSn9dux — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2019Golden Tate má reyndar taka þátt í undirbúningsleikjum New York Giants en um leið og deildarkeppnin hefst þá þarf hann að bíða í fjórar vikur eftir að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hann má snúa til baka 30. september. Þrátt fyrir að Tate hafi kennt frjósemislyfinu um þá þótti það alltaf langsótt hjá honum að vinna áfrýjunina. Það kom líka í ljós. NFL segir að leikmenn beri sjálfir fulla ábyrgð á því sem þeir taka. Golden Tate gerði í sumar 37,5 milljón dollara samning við New York Giants til fjögurra ára þar af er hann öruggur með 23 milljónir Bandaríkjadala. Hann missir talsverðan pening út af þessu banni en ekki mikinn pening miðað við það að hann er að fá yfir 4,4 milljarða í laun næstu fjögur árin. NFL Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
NFL-deildin hafnaði í gær áfrýjun útherjans Golden Tate og leikmaður New York Giants þarf því að taka úr fjögurra leikja bann í upphafi tímabilsins. Golden Tate tapar líka miklum peningum á þessu úrskurði því hann missir líka öll launin sín á þessum tíma. Talið er að Tate tapi um 1,75 milljónum dollara á þessu banni eða um 218 milljónum íslenskra króna.#Giants WR Golden Tate lost his appeal and will be suspended the first 4 games for a PED violation. https://t.co/4s7FIPfyEd — Ian Rapoport (@RapSheet) August 13, 2019Allt þetta kom til vegna þess að Golden Tate var að reyna að eignast barn með konu sinni, Elisu Tate. Hann tók fjórsemislyf í mars en seinna kom svo í ljós að í þeim voru efni á bannlista NFL-deildarinnar. Golden Tate lét sjálfur vita af þessu þegar hann uppgötvaði mistökin en það dugði ekki til að sleppa við bannið. Hann féll á lyfjaprófi og NFL-deildin setti hann í leikbann.Golden Tate’s appeal denied, new Giants WR will sit out first four games over positive PED test https://t.co/10ldULfCdlpic.twitter.com/5BRhSn9dux — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2019Golden Tate má reyndar taka þátt í undirbúningsleikjum New York Giants en um leið og deildarkeppnin hefst þá þarf hann að bíða í fjórar vikur eftir að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hann má snúa til baka 30. september. Þrátt fyrir að Tate hafi kennt frjósemislyfinu um þá þótti það alltaf langsótt hjá honum að vinna áfrýjunina. Það kom líka í ljós. NFL segir að leikmenn beri sjálfir fulla ábyrgð á því sem þeir taka. Golden Tate gerði í sumar 37,5 milljón dollara samning við New York Giants til fjögurra ára þar af er hann öruggur með 23 milljónir Bandaríkjadala. Hann missir talsverðan pening út af þessu banni en ekki mikinn pening miðað við það að hann er að fá yfir 4,4 milljarða í laun næstu fjögur árin.
NFL Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira