Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 14:15 Samgöngur til og frá Seyðisfirði um Fjarðarheiði geta verið strembnar á öllum árstímum. Vísir/Vilhelm Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. Annars vegar yrðu það göng á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Er það mat hópsins að slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir skýrsluna á opnum íbúafundi á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 18 í kvöld. Skýrslan var einnig kynnt á fundi með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi í morgun. Göng undir Fjarðarheiði yrðu lengstu göng Íslands, eða 13,4 km. Verkefnishópurinn áætlar að kostnaður vegna þeirra geti numið um 33-34 milljörðum króna en nákvæm kostnaðargreining hefur ekki verið unnin. Heildarkostnaður við hringtengingu með göngum undir Fjarðarheiði og síðar yfir í Mjóafjörð og Norðfjörð er áætlaður um 64 milljarðar kr. Samanlögð lengd þriggja ganga í hringtengingu er 25,7 km. Vegir utan ganga yrðu samtals um 6-8 km. Með því væri hægt að fara láglendisveg alla leið til Egilsstaða í stað leiðarinnar um Fagradal auk þess sem vegalengdir styttast fyrir byggðir á fjörðunum. Í skýrslu sinni telur hópurinn veggjöld vera fýsileg fyrir göng af þessu tagi og að íbúar hafi lýst sig reiðubúna til að greiða veggjöld. Verkefnishópurinn telur tekjur af veggjaldi geta staðið undir rekstri og viðhaldi ganganna en myndu skila litlu sem engu í stofnkostnað. Verkefnishópurinn mat fjóra ólíka valkosti um mögulegar samgöngubætur í skýrslu sinni. Þessar greiningar fylgja skýrslunni. Valkostirnir fjórir voru:Valkostur 1 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði.Valkostur 2 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði ásamt göngum til Mjóafjarðar og göngum þaðan til Norðfjarðar.Valkostur 3 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, önnur undir Mjóafjarðarheiði milli Mjóafjarðar og Héraðs og þau þriðju milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar.Valkostur 4 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og önnur milli Mjóafjarðar og Héraðs. Verkefnishópurinn fól ráðgjafafyrirtækinu KPMG að gera sérstaka könnun á samfélagslegum áhrifum þar sem gerð er grein fyrir sviðsmyndum um áhrif ólíkra valkosta jarðgangagerðar. Tekin voru viðtöl við íbúa og hagsmunaaðila á Austurlandi haustið 2018 og fram á þetta ár. Þar kom fram að vilji Austfirðinga standi til þess að Fjarðarheiðargöng verði sett í forgang. Í því væri m.a. horft til þess að síðar verði hægt að grafa önnur göng til að mynda hringtengingu. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) ályktaði haustið 2018 að jarðgöng undir Fjarðarheiði væru „forgangsverkefni í jarðgangagerð á Austurlandi, enda aðstæður íbúa á Seyðisfirði slíkar á vetrum að ekki verður við það unað lengur.“ Rannsóknir á jarðfræðilegum aðstæðum lágu fyrir vegna fyrri athugana á jarðgangakostum. Verkefnishópurinn lét á hinn bóginn gera athugun á veðuraðstæðum við helstu jarðgangakosti. Í verkefnishópnum sátu Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri fram til 1. júlí 2018 , formaður, Adolf Guðmundsson, lögfræðingur, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar fram til 2018, Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi og Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður hjá Byggðastofnun. Með hópnum störfuðu Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri og Friðfinnur Skaftason sérfræðingur úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson, forstöðumaður áætlana hjá Vegagerðinni.Skýrsluna má sjá hér. Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. Annars vegar yrðu það göng á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Er það mat hópsins að slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir skýrsluna á opnum íbúafundi á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 18 í kvöld. Skýrslan var einnig kynnt á fundi með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi í morgun. Göng undir Fjarðarheiði yrðu lengstu göng Íslands, eða 13,4 km. Verkefnishópurinn áætlar að kostnaður vegna þeirra geti numið um 33-34 milljörðum króna en nákvæm kostnaðargreining hefur ekki verið unnin. Heildarkostnaður við hringtengingu með göngum undir Fjarðarheiði og síðar yfir í Mjóafjörð og Norðfjörð er áætlaður um 64 milljarðar kr. Samanlögð lengd þriggja ganga í hringtengingu er 25,7 km. Vegir utan ganga yrðu samtals um 6-8 km. Með því væri hægt að fara láglendisveg alla leið til Egilsstaða í stað leiðarinnar um Fagradal auk þess sem vegalengdir styttast fyrir byggðir á fjörðunum. Í skýrslu sinni telur hópurinn veggjöld vera fýsileg fyrir göng af þessu tagi og að íbúar hafi lýst sig reiðubúna til að greiða veggjöld. Verkefnishópurinn telur tekjur af veggjaldi geta staðið undir rekstri og viðhaldi ganganna en myndu skila litlu sem engu í stofnkostnað. Verkefnishópurinn mat fjóra ólíka valkosti um mögulegar samgöngubætur í skýrslu sinni. Þessar greiningar fylgja skýrslunni. Valkostirnir fjórir voru:Valkostur 1 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði.Valkostur 2 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði ásamt göngum til Mjóafjarðar og göngum þaðan til Norðfjarðar.Valkostur 3 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, önnur undir Mjóafjarðarheiði milli Mjóafjarðar og Héraðs og þau þriðju milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar.Valkostur 4 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og önnur milli Mjóafjarðar og Héraðs. Verkefnishópurinn fól ráðgjafafyrirtækinu KPMG að gera sérstaka könnun á samfélagslegum áhrifum þar sem gerð er grein fyrir sviðsmyndum um áhrif ólíkra valkosta jarðgangagerðar. Tekin voru viðtöl við íbúa og hagsmunaaðila á Austurlandi haustið 2018 og fram á þetta ár. Þar kom fram að vilji Austfirðinga standi til þess að Fjarðarheiðargöng verði sett í forgang. Í því væri m.a. horft til þess að síðar verði hægt að grafa önnur göng til að mynda hringtengingu. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) ályktaði haustið 2018 að jarðgöng undir Fjarðarheiði væru „forgangsverkefni í jarðgangagerð á Austurlandi, enda aðstæður íbúa á Seyðisfirði slíkar á vetrum að ekki verður við það unað lengur.“ Rannsóknir á jarðfræðilegum aðstæðum lágu fyrir vegna fyrri athugana á jarðgangakostum. Verkefnishópurinn lét á hinn bóginn gera athugun á veðuraðstæðum við helstu jarðgangakosti. Í verkefnishópnum sátu Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri fram til 1. júlí 2018 , formaður, Adolf Guðmundsson, lögfræðingur, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar fram til 2018, Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi og Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður hjá Byggðastofnun. Með hópnum störfuðu Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri og Friðfinnur Skaftason sérfræðingur úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson, forstöðumaður áætlana hjá Vegagerðinni.Skýrsluna má sjá hér.
Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira