Rekstrarráð fyrir þrælahaldara Þórlindur Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Daglegar áskoranir bænda í Suðurríkjum Bandaríkjanna um miðja nítjándu öld voru að mörgu leyti svipaðar því sem atvinnurekendur og athafnafólk hefur glímt við frá ómunatíð. Þeir kappkostuðu að nýta fjárfestingu sína sem best til þess að sjá markaðnum fyrir vörum og þjónustu sem eftirspurn var eftir. Ekkert skrýtið við það. Eins og nærri má geta voru uppi meðal þeirra ýmsar kenningar um hvernig skynsamlegast væri að haga framleiðsluþáttum til þess að ná sem bestum árangri í búrekstrinum. Og rétt eins og algengt er enn í dag höfðu framtakssamir bændur mikinn áhuga á að kynna sér sem best allar nýjar hugmyndir. Það leiddi til þess að gefin voru út tímarit þar sem fjallað var um helstu viðfangsefni búrekstrarins og bæði ráðgjafar og sölufólk gat komið nýjungum sínum, vörum og þjónustu á framfæri. Svona heimildir, sem skrifaðar eru beint inn í samtímann, geta veitt ómetanlega innsýn inn í horfna tíma.Hagfelldur þrælarekstur Fyrir skemmstu fann ég á bókasafni í Bandaríkjunum útdrátt úr bændablaði frá þessum tíma; safn greina frá árunum í kringum 1850. Ásamt áhugaverðum vangaveltum um ræktarland, skepnuhald og þróun markaða var þar vitaskuld að finna ítarlega umfjöllun um hvernig skynsamir bændur gætu náð sem hagkvæmastri nýtingu út úr fjárfestingu sinni í afrískættuðum þrælum. Þrælarnir þóttu vera algjör forsenda þeirrar tegundar landbúnaðar sem stundaður var á þeim slóðum allt frá því að fyrstu þrælaskipin komu árið 1619 og fram að þeim degi þegar þrælahald var aflagt við lok Þrælastríðsins bandaríska árið 1865. Í næstum 250 ár byggðist hagkerfi Suðurríkja Bandaríkjanna á því að landeigendur mættu eiga manneskjur til nýtingar í rekstri sínum. Nú til dags er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem eignarréttur einstaklings yfir annarri manneskju er álitinn eðlilegur hluti af gangverki hagkerfisins. Hugmyndin sjálf er ógeðsleg. Að manneskjur séu keyptar, seldar, hlekkjaðar, barðar til hlýðni, kaghýddar í refsiskyni og þeim ráðstafað eins og viljalausum verkfærum er í huga okkar flestra algjörlega óhugsandi og viðbjóðslegt. En raunveruleikinn er að ekki eru nema tveir mannsaldrar síðan þrælahald var raunveruleiki milljóna manna í sjálfu „landi frelsisins“. Engar efasemdir Þegar horft er aftur til þess tíma þegar landbúnaðartímaritin voru gefin út í er auðvelt og notalegt að gera sér í hugarlund að á þeim tíma—aðeins einum áratug áður en Þrælastríðið skall á—hafi verið farið að molna verulega undan stuðningi við þá hugmynd að þrælahald sé á nokkurn hátt eðlilegt ástand. Allir hljóta þá að hafa séð í hvað stefndi. Engir aðrir en rótspilltir gróðafíklar og illmenni gætu hafa látið sér detta í hug eitthvað annað en að tími þrælahaldsins væri að líða undir lok. Eftir á að hyggja er nefnilega alveg einstaklega auðvelt að spá fyrir um að þrælahaldið í Suðurríkjunum væri á undanhaldi einmitt á þessum tíma. Engar slíkar hugsanir eða efasemdir er að finna í skrifum bændanna. Þeir skrifast á um eðlilega stærð kofa undir þrælafjölskyldur, gauka góðum ráðum hver að öðrum um næringu, heilbrigðisgæslu, fangelsun, hýðingar, tónlistarskemmtanir, ástarlíf, vinnuskipulag, klæðnað, borðbúnað, salernisaðstöðu og fleira sem góður bóndi þurfti að gefa gaum ef hann ætlaði sér að hagnast á rekstrinum. Það stingur ekki síst í augu hvernig hið fyrirlitlega og ómanneskjulega fyrirkomulag virðist algjörlega sjálfsagt í hugum þeirra sem um það fjalla. Ef einhver hefði hermt mannvonsku upp á bændurna hefði það án vafa komið þeim algjörlega í opna skjöldu eins og ef saklaus maður væri ásakaður um viðbjóðslegan glæp. Og eflaust hefði verið hægt að eiga mjög kurteisisleg og vingjarnleg samskipti við þessa ágætu bændur, svo lengi sem enginn asnaðist til að fara að þykjast hafa vit á rekstrinum þeirra. Afskiptasemi Bændurnir ráðhollu voru reyndar meðvitaðir um að „fyrir norðan“ væri afskiptasamt fólk með hugmyndir um lifnaðarhætti suðursins. Allt það er hins vegar afskrifað með þjósti. „Það er óumdeild staðreynd að ef komið er fram af alúð við blökkumanninn og honum fengin viðeigandi verkefni og hann frelsaður undan sjálfstæðri hugsun og þeirri ábyrgð sem fylgir því að þurfa að sjá fyrir sjálfum sér þá er hann miklum mun hamingjusamari en ef hann væri leystur undan þrældómi en dæmdur til að hugsa og hegða sér sjálfstætt,“ segir einn bóndinn. Annar pistlahöfundur fer hamförum af fyrirlitningu í garð þeirra sem börðust fyrir afnámi þrælahalds, og gengur svo langt að segja að „hinar tryllingslegu öfgar“ þeirra séu í raun farnar að gagnast málstað þrælahaldaranna. Það mátti eflaust ræða málefnalega um þrælahaldið og lagfæra það, en bara ekki vera með neinar öfgar eins og að gefa fólkinu í hlekkjunum frelsi. Þetta öfgafólk hefur sennilega verið „góða fólk“ síns tíma; týpur sem myndu drekka soja-latte úr endurvinnanlegum götumálum frá Kaffivest, ferðast um á reiðhjóli eða rafbíl og klæðast umhverfishlutlausum veganyfirhöfnum frá Patagonia. Góða fólkið En það var samt vandinn við „góða fólkið“ að það gat ekki komist hjá því að njóta góðs af þrælahaldinu. Ef baðmullin og tóbakið lækkaði í verði þá glöddust allir en reiddust ef það hækkaði. Þetta var raunveruleikinn sem óðalsbændurnir voru meðvitaðir um en „góða fólkið“ síður. Kostnaðurinn við ódýra vefnaðarvöru og tóbak var nefnilega ekki allur mældur í dollurum og sentum, heldur líka í blóðinu sem draup af baki þrælanna sem ekki unnu nógu hratt fyrir smekk verkstjóranna. Frjáls markaður er ein stórkostlegasta uppfinning í hugmyndasögu mannsins en það er ekki fyrr en á síðustu örfáu öldum og áratugum að sæmilega stór hluti fólks hefur getað notið góðs of honum. Þetta hefur ótrúlegum framförum í lífsgæðum og lífshamingju mannkyns, en samt sem áður er enn til staðar rík tilhneiging til þess að láta það umlíðast að þægindi eins séu greidd með þjáningum annars. Umræða um réttindi launafólks, mansal og aðbúnað starfsmanna alþjóðlegra framleiðslurisa er þess vegna ekki bara málefni sem vinstri menn og „góða fólkið“ ættu að hafa á oddinum. Það er kannski einmitt mikilvægast fyrir fylgismenn markaðsfrelsisins að passa upp á að heilbrigð von til hagnaðar fái ekki að úrkynjast og verða að siðlausri græðgisblindu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Daglegar áskoranir bænda í Suðurríkjum Bandaríkjanna um miðja nítjándu öld voru að mörgu leyti svipaðar því sem atvinnurekendur og athafnafólk hefur glímt við frá ómunatíð. Þeir kappkostuðu að nýta fjárfestingu sína sem best til þess að sjá markaðnum fyrir vörum og þjónustu sem eftirspurn var eftir. Ekkert skrýtið við það. Eins og nærri má geta voru uppi meðal þeirra ýmsar kenningar um hvernig skynsamlegast væri að haga framleiðsluþáttum til þess að ná sem bestum árangri í búrekstrinum. Og rétt eins og algengt er enn í dag höfðu framtakssamir bændur mikinn áhuga á að kynna sér sem best allar nýjar hugmyndir. Það leiddi til þess að gefin voru út tímarit þar sem fjallað var um helstu viðfangsefni búrekstrarins og bæði ráðgjafar og sölufólk gat komið nýjungum sínum, vörum og þjónustu á framfæri. Svona heimildir, sem skrifaðar eru beint inn í samtímann, geta veitt ómetanlega innsýn inn í horfna tíma.Hagfelldur þrælarekstur Fyrir skemmstu fann ég á bókasafni í Bandaríkjunum útdrátt úr bændablaði frá þessum tíma; safn greina frá árunum í kringum 1850. Ásamt áhugaverðum vangaveltum um ræktarland, skepnuhald og þróun markaða var þar vitaskuld að finna ítarlega umfjöllun um hvernig skynsamir bændur gætu náð sem hagkvæmastri nýtingu út úr fjárfestingu sinni í afrískættuðum þrælum. Þrælarnir þóttu vera algjör forsenda þeirrar tegundar landbúnaðar sem stundaður var á þeim slóðum allt frá því að fyrstu þrælaskipin komu árið 1619 og fram að þeim degi þegar þrælahald var aflagt við lok Þrælastríðsins bandaríska árið 1865. Í næstum 250 ár byggðist hagkerfi Suðurríkja Bandaríkjanna á því að landeigendur mættu eiga manneskjur til nýtingar í rekstri sínum. Nú til dags er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem eignarréttur einstaklings yfir annarri manneskju er álitinn eðlilegur hluti af gangverki hagkerfisins. Hugmyndin sjálf er ógeðsleg. Að manneskjur séu keyptar, seldar, hlekkjaðar, barðar til hlýðni, kaghýddar í refsiskyni og þeim ráðstafað eins og viljalausum verkfærum er í huga okkar flestra algjörlega óhugsandi og viðbjóðslegt. En raunveruleikinn er að ekki eru nema tveir mannsaldrar síðan þrælahald var raunveruleiki milljóna manna í sjálfu „landi frelsisins“. Engar efasemdir Þegar horft er aftur til þess tíma þegar landbúnaðartímaritin voru gefin út í er auðvelt og notalegt að gera sér í hugarlund að á þeim tíma—aðeins einum áratug áður en Þrælastríðið skall á—hafi verið farið að molna verulega undan stuðningi við þá hugmynd að þrælahald sé á nokkurn hátt eðlilegt ástand. Allir hljóta þá að hafa séð í hvað stefndi. Engir aðrir en rótspilltir gróðafíklar og illmenni gætu hafa látið sér detta í hug eitthvað annað en að tími þrælahaldsins væri að líða undir lok. Eftir á að hyggja er nefnilega alveg einstaklega auðvelt að spá fyrir um að þrælahaldið í Suðurríkjunum væri á undanhaldi einmitt á þessum tíma. Engar slíkar hugsanir eða efasemdir er að finna í skrifum bændanna. Þeir skrifast á um eðlilega stærð kofa undir þrælafjölskyldur, gauka góðum ráðum hver að öðrum um næringu, heilbrigðisgæslu, fangelsun, hýðingar, tónlistarskemmtanir, ástarlíf, vinnuskipulag, klæðnað, borðbúnað, salernisaðstöðu og fleira sem góður bóndi þurfti að gefa gaum ef hann ætlaði sér að hagnast á rekstrinum. Það stingur ekki síst í augu hvernig hið fyrirlitlega og ómanneskjulega fyrirkomulag virðist algjörlega sjálfsagt í hugum þeirra sem um það fjalla. Ef einhver hefði hermt mannvonsku upp á bændurna hefði það án vafa komið þeim algjörlega í opna skjöldu eins og ef saklaus maður væri ásakaður um viðbjóðslegan glæp. Og eflaust hefði verið hægt að eiga mjög kurteisisleg og vingjarnleg samskipti við þessa ágætu bændur, svo lengi sem enginn asnaðist til að fara að þykjast hafa vit á rekstrinum þeirra. Afskiptasemi Bændurnir ráðhollu voru reyndar meðvitaðir um að „fyrir norðan“ væri afskiptasamt fólk með hugmyndir um lifnaðarhætti suðursins. Allt það er hins vegar afskrifað með þjósti. „Það er óumdeild staðreynd að ef komið er fram af alúð við blökkumanninn og honum fengin viðeigandi verkefni og hann frelsaður undan sjálfstæðri hugsun og þeirri ábyrgð sem fylgir því að þurfa að sjá fyrir sjálfum sér þá er hann miklum mun hamingjusamari en ef hann væri leystur undan þrældómi en dæmdur til að hugsa og hegða sér sjálfstætt,“ segir einn bóndinn. Annar pistlahöfundur fer hamförum af fyrirlitningu í garð þeirra sem börðust fyrir afnámi þrælahalds, og gengur svo langt að segja að „hinar tryllingslegu öfgar“ þeirra séu í raun farnar að gagnast málstað þrælahaldaranna. Það mátti eflaust ræða málefnalega um þrælahaldið og lagfæra það, en bara ekki vera með neinar öfgar eins og að gefa fólkinu í hlekkjunum frelsi. Þetta öfgafólk hefur sennilega verið „góða fólk“ síns tíma; týpur sem myndu drekka soja-latte úr endurvinnanlegum götumálum frá Kaffivest, ferðast um á reiðhjóli eða rafbíl og klæðast umhverfishlutlausum veganyfirhöfnum frá Patagonia. Góða fólkið En það var samt vandinn við „góða fólkið“ að það gat ekki komist hjá því að njóta góðs af þrælahaldinu. Ef baðmullin og tóbakið lækkaði í verði þá glöddust allir en reiddust ef það hækkaði. Þetta var raunveruleikinn sem óðalsbændurnir voru meðvitaðir um en „góða fólkið“ síður. Kostnaðurinn við ódýra vefnaðarvöru og tóbak var nefnilega ekki allur mældur í dollurum og sentum, heldur líka í blóðinu sem draup af baki þrælanna sem ekki unnu nógu hratt fyrir smekk verkstjóranna. Frjáls markaður er ein stórkostlegasta uppfinning í hugmyndasögu mannsins en það er ekki fyrr en á síðustu örfáu öldum og áratugum að sæmilega stór hluti fólks hefur getað notið góðs of honum. Þetta hefur ótrúlegum framförum í lífsgæðum og lífshamingju mannkyns, en samt sem áður er enn til staðar rík tilhneiging til þess að láta það umlíðast að þægindi eins séu greidd með þjáningum annars. Umræða um réttindi launafólks, mansal og aðbúnað starfsmanna alþjóðlegra framleiðslurisa er þess vegna ekki bara málefni sem vinstri menn og „góða fólkið“ ættu að hafa á oddinum. Það er kannski einmitt mikilvægast fyrir fylgismenn markaðsfrelsisins að passa upp á að heilbrigð von til hagnaðar fái ekki að úrkynjast og verða að siðlausri græðgisblindu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun