Snúin staða Hörður Ægisson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun