Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2019 07:30 Seyðfirðingar hafa lengi kallað eftir bættum samgöngum, sér í lagi vegna komu Norrænu til bæjarins. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn jarðgöng verði boðin út samtímis til að tryggja að hringtenging Austfjarða með jarðgöngum verði að veruleika í framtíðinni. Starfshópur um jarðgangaframkvæmdir á Austurlandi leggur til að byrjað verði á að grafa undir Fjarðarheiði og með því tengja Seyðisfjörð upp á Hérað. Samkvæmt úttekt KPMG eru mestu áhrifin, bæði fyrir samfélagið á Austurlandi öllu og á Seyðisfirði, af því að hringtenging komist á, það er að bæði verið gerð göng undir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs og að Norðfjörður og Seyðisfjörður verði tengdir tvennum göngum um Mjóafjörð. Hins vegar leggur starfshópurinn ekki til að það verði gert heldur aðeins að farið verði í framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng. Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir gríðarlega mikilvægt að hringtenging komist á.Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs FjarðabyggðarMeð hringtengingu verður Austurland að einu atvinnusvæði sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið á Austurlandi. Þar með yrði svæðið sterkara og betur í stakk búið að takast á við þau verkefni sem krafist er af nútímasveitarfélögum.“ Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, hefur rannsakað samgöngubætur og áhrif þeirra um áratuga skeið. Hann telur vissulega að hringtenging myndi breyta gríðarlega miklu fyrir Austurland í heild en telur að fyrst um sinn sé gott að byrja á að tengja Seyðisfjörð við Hérað. „Það er ljóst að hringtenging Austfjarða mun vera kostnaðarsöm framkvæmd og því eðlilegt að taka þetta í einhvers konar skrefum. Því er skiljanlegt að farið sé í eina framkvæmd í einu og þá rétt hjá starfshópnum að byrja á því að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir Hjalti. Með því að fara leið starfshópsins er því ekki loku fyrir það skotið að hægt verði í framtíðinni að klára umrædda hringtengingu, svo fremi sem í það fáist fjármagn frá ríkinu. Samgönguráðherra hefur velt upp þeirri hugmynd að jafnframt verði krafist veggjalda af vegfarendum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn jarðgöng verði boðin út samtímis til að tryggja að hringtenging Austfjarða með jarðgöngum verði að veruleika í framtíðinni. Starfshópur um jarðgangaframkvæmdir á Austurlandi leggur til að byrjað verði á að grafa undir Fjarðarheiði og með því tengja Seyðisfjörð upp á Hérað. Samkvæmt úttekt KPMG eru mestu áhrifin, bæði fyrir samfélagið á Austurlandi öllu og á Seyðisfirði, af því að hringtenging komist á, það er að bæði verið gerð göng undir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs og að Norðfjörður og Seyðisfjörður verði tengdir tvennum göngum um Mjóafjörð. Hins vegar leggur starfshópurinn ekki til að það verði gert heldur aðeins að farið verði í framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng. Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir gríðarlega mikilvægt að hringtenging komist á.Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs FjarðabyggðarMeð hringtengingu verður Austurland að einu atvinnusvæði sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið á Austurlandi. Þar með yrði svæðið sterkara og betur í stakk búið að takast á við þau verkefni sem krafist er af nútímasveitarfélögum.“ Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, hefur rannsakað samgöngubætur og áhrif þeirra um áratuga skeið. Hann telur vissulega að hringtenging myndi breyta gríðarlega miklu fyrir Austurland í heild en telur að fyrst um sinn sé gott að byrja á að tengja Seyðisfjörð við Hérað. „Það er ljóst að hringtenging Austfjarða mun vera kostnaðarsöm framkvæmd og því eðlilegt að taka þetta í einhvers konar skrefum. Því er skiljanlegt að farið sé í eina framkvæmd í einu og þá rétt hjá starfshópnum að byrja á því að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir Hjalti. Með því að fara leið starfshópsins er því ekki loku fyrir það skotið að hægt verði í framtíðinni að klára umrædda hringtengingu, svo fremi sem í það fáist fjármagn frá ríkinu. Samgönguráðherra hefur velt upp þeirri hugmynd að jafnframt verði krafist veggjalda af vegfarendum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15