Litrík Mullers-æfing Þórarinn Þórarinsson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Þótt fólk sé alls konar, hinsegin og jafnvel líka svona, erum við í eðli okkar hvorki góð né ill. Hins vegar er fólk annaðhvort leiðinlegt eða skemmtilegt. Þau skemmtilegu ætla að fagna fjölbreytileikanum og þá óhjákvæmilega lífinu um leið í skrúðgöngu á morgun. Þar sem andlegur þroski er ekki frekar en vitið í askana látinn er sú gleðiganga eitur í beinum sorglega margra sem þjakaðir af andlegum næringarskorti naga þá sturluðu ranghugmynd að allir eigi að vera eins. Og það sem verra er, nákvæmlega eins og þeir. Þetta fólk er ekki endilega illt en leiðinlegt er það. Þau eru bara „svona“ í stjórnlausum ótta við allt „hinsegin“ með þráhyggjukennda þörf fyrir að skipta sér af því hvernig annað fólk er og kýs að lifa lífinu. Sauðirnir í þessu leiðindafé eru eðli málsins samkvæmt ekki allir nákvæmlega eins en rúmast þó allir undir einföldu regnhlífarhugtaki, svokölluðu „Mullers-heilkenni“ með vísan til útskýringaglaða og ímyndaða forystuhrútsins Baldurs Muller. Meininu fylgir meðal annars að finnast transfólk vera „djöfulsyns viðbjóður“. Ágætt en dapurlegt og handahófskennt dæmi um að þessum rolum og rollum er fyrst og fremst vorkunn. Mikið óskaplega hlýtur þeim að líða illa á sálinni sem mega ekkert sjá sem er öðruvísi án þess að æla svartagalli. Góðu heilli má slá á heilkennið og jafnvel finna smá gleði í hjarta með einfaldri Mullers-æfingu. Prufa bara að kyngja ælunni, kasta af sér sauðskinnsskónum, dressa sig upp í eitthvað annað en mórautt og skella sér í gönguna. Þar er ekkert að óttast vegna þess að ólíkt samkynhneigð og alls konar öðruvísi kynvitund eru gleðin og hamingjan smitandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Þótt fólk sé alls konar, hinsegin og jafnvel líka svona, erum við í eðli okkar hvorki góð né ill. Hins vegar er fólk annaðhvort leiðinlegt eða skemmtilegt. Þau skemmtilegu ætla að fagna fjölbreytileikanum og þá óhjákvæmilega lífinu um leið í skrúðgöngu á morgun. Þar sem andlegur þroski er ekki frekar en vitið í askana látinn er sú gleðiganga eitur í beinum sorglega margra sem þjakaðir af andlegum næringarskorti naga þá sturluðu ranghugmynd að allir eigi að vera eins. Og það sem verra er, nákvæmlega eins og þeir. Þetta fólk er ekki endilega illt en leiðinlegt er það. Þau eru bara „svona“ í stjórnlausum ótta við allt „hinsegin“ með þráhyggjukennda þörf fyrir að skipta sér af því hvernig annað fólk er og kýs að lifa lífinu. Sauðirnir í þessu leiðindafé eru eðli málsins samkvæmt ekki allir nákvæmlega eins en rúmast þó allir undir einföldu regnhlífarhugtaki, svokölluðu „Mullers-heilkenni“ með vísan til útskýringaglaða og ímyndaða forystuhrútsins Baldurs Muller. Meininu fylgir meðal annars að finnast transfólk vera „djöfulsyns viðbjóður“. Ágætt en dapurlegt og handahófskennt dæmi um að þessum rolum og rollum er fyrst og fremst vorkunn. Mikið óskaplega hlýtur þeim að líða illa á sálinni sem mega ekkert sjá sem er öðruvísi án þess að æla svartagalli. Góðu heilli má slá á heilkennið og jafnvel finna smá gleði í hjarta með einfaldri Mullers-æfingu. Prufa bara að kyngja ælunni, kasta af sér sauðskinnsskónum, dressa sig upp í eitthvað annað en mórautt og skella sér í gönguna. Þar er ekkert að óttast vegna þess að ólíkt samkynhneigð og alls konar öðruvísi kynvitund eru gleðin og hamingjan smitandi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar