Múlakaffi er vinsælast hjá starfsfólki ríkisins Ari Brynjólfsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Starfsmenn Múlakaffis hafa í mörg horn að líta. FBL/ANTON Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira