Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 08:45 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill breytingar á stöðu Ríkisútvarpsins. VÍSIR/VILHELM Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00