„Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Andri Eysteinsson skrifar 16. ágúst 2019 10:40 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Fréttablaðið/Anton „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. Þórdís ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í sumar hafa þó nokkur fyrirtæki á svæðinu hætt starfsemi. Um miðjan júlí lokaði veitingastaðurinn Essensia og í fyrir tveimur dögum var tilkynnt að þrír veitingastaðir að Hverfisgötu 12 hefðu verið lokaðir. Staðirnir voru Dill, Systir og Mikkeller og Friends. Ásmundur Helgason, eigandi kaffistofunnar Gráa kattarins, sem er ofar á Hverfisgötunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að upplýsingaflæði frá borginni væri ábótavant.Sjá einnig: „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“„Viku áður en framkvæmdirnar hófust fengum við að vita af þeim og þá var ég búin að ráða sumarstarfsfólk og gat ekkert bakkað út úr því,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum í gær.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Þetta verður að gera vel“ Þórdís Lóa segir skilja gagnrýnina sem borgin hefur fengið. „Ég hef sjálf verið að reka veitingastaði þar sem verið er að skera upp götur í marga mánuði og þetta er mjög viðkvæmt. Það eru mjög margar hliðar á þessu máli en ég er alveg sammála þeirri gagnrýni, þetta verður að gera vel. Borgaryfirvöld og sveitarfélög verða að skilja viðkvæmnina sem felst í því að vera með flæði fyrir utan staðinn sem þú rekur og svo allt í einu ekki. Það verður þú bæði að vita með góðum fyrirvara og það verður að vera skemmtilegt og gott aðgengi,“ sagði Þórdís. Þórdís Lóa vill ekki meina að borgin hafi farið fram úr sér þegar hún veitti leyfi fyrir veitingastaði. „Það verður alltaf einhver þrýstingur þegar ferðaþjónustan springur svona út. Árin 2014-2015 var ekki nægilegt framboð en mikil eftirspurn, síðan taka frumkvöðlar við sér, stækka og opna fleiri staði,“ segir Þórdís. „Það hefur verið gríðarleg breyting á miðbænum á síðasta áratug, það hefur verið fjölgun á veitingastöðum en markaðurinn mun að lokum ná jafnvægi,“ segir Þórdís.Dagur segir að framkvæmdir frestist eingöngu um nokkra daga eða vikur.Vísir/VilhelmFrestast um nokkra daga eða vikur Á sama tíma og forseti Borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, var gestur í Bítinu á Bylgjunni sótti borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, Morgunútvarpið á Rás 2 heim. Þar sagði Dagur að framkvæmdir á Hverfisgötu væru eingöngu að frestast um nokkra daga eða vikur. Markmiðið hafi verið að hægt væri að hleypa bílaumferð um Hverfisgötu fyrir Menningarnótt en líklegast verði það ekki fyrr en í september. „Ég er ekki að gera lítið úr því eða áhrifunum á rekstraraðilana. Auðvitað eigum við að standa okkur vel í að upplýsa og viljum gera það. Það sem mér finnst skipta miklu máli núna er að þær nýju tímasetningar sem hafa verið gefnar út standist,“ segir Dagur sem segir framkvæmdir borgarinnar í sumar gengið mjög vel. Borgin framkvæmi fyrir um tvo milljarða á árinu en það sem kallað verður endurreisn miðborgarinnar hafi tekið í. Þórdís Lóa, forseti Borgarstjórnar sagði þá að vissulega væri erfitt að sjá góða veitingastaði hverfa á braut úr miðbænum. „Mér finnst áhugavert að líta til baka til 2014-15 þegar það var mikill þrýstingur þar sem að það vantaði staði, veitingastaði og þjónustu niður í miðbæ. „Þá var gefið í og nú erum við á þeim stað að það eru nokkrir staðir að hætta og aðrir að koma nýir. Það er ótrúlega erfitt að horfa á góða staði. Mér finnst bara erfitt að horfa á Ostabúðina hætta, ég er með söknuð í hjarta,“ sagði forseti Borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir í Bítinu á Bylgjunni. Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
„Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. Þórdís ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í sumar hafa þó nokkur fyrirtæki á svæðinu hætt starfsemi. Um miðjan júlí lokaði veitingastaðurinn Essensia og í fyrir tveimur dögum var tilkynnt að þrír veitingastaðir að Hverfisgötu 12 hefðu verið lokaðir. Staðirnir voru Dill, Systir og Mikkeller og Friends. Ásmundur Helgason, eigandi kaffistofunnar Gráa kattarins, sem er ofar á Hverfisgötunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að upplýsingaflæði frá borginni væri ábótavant.Sjá einnig: „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“„Viku áður en framkvæmdirnar hófust fengum við að vita af þeim og þá var ég búin að ráða sumarstarfsfólk og gat ekkert bakkað út úr því,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum í gær.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Þetta verður að gera vel“ Þórdís Lóa segir skilja gagnrýnina sem borgin hefur fengið. „Ég hef sjálf verið að reka veitingastaði þar sem verið er að skera upp götur í marga mánuði og þetta er mjög viðkvæmt. Það eru mjög margar hliðar á þessu máli en ég er alveg sammála þeirri gagnrýni, þetta verður að gera vel. Borgaryfirvöld og sveitarfélög verða að skilja viðkvæmnina sem felst í því að vera með flæði fyrir utan staðinn sem þú rekur og svo allt í einu ekki. Það verður þú bæði að vita með góðum fyrirvara og það verður að vera skemmtilegt og gott aðgengi,“ sagði Þórdís. Þórdís Lóa vill ekki meina að borgin hafi farið fram úr sér þegar hún veitti leyfi fyrir veitingastaði. „Það verður alltaf einhver þrýstingur þegar ferðaþjónustan springur svona út. Árin 2014-2015 var ekki nægilegt framboð en mikil eftirspurn, síðan taka frumkvöðlar við sér, stækka og opna fleiri staði,“ segir Þórdís. „Það hefur verið gríðarleg breyting á miðbænum á síðasta áratug, það hefur verið fjölgun á veitingastöðum en markaðurinn mun að lokum ná jafnvægi,“ segir Þórdís.Dagur segir að framkvæmdir frestist eingöngu um nokkra daga eða vikur.Vísir/VilhelmFrestast um nokkra daga eða vikur Á sama tíma og forseti Borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, var gestur í Bítinu á Bylgjunni sótti borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, Morgunútvarpið á Rás 2 heim. Þar sagði Dagur að framkvæmdir á Hverfisgötu væru eingöngu að frestast um nokkra daga eða vikur. Markmiðið hafi verið að hægt væri að hleypa bílaumferð um Hverfisgötu fyrir Menningarnótt en líklegast verði það ekki fyrr en í september. „Ég er ekki að gera lítið úr því eða áhrifunum á rekstraraðilana. Auðvitað eigum við að standa okkur vel í að upplýsa og viljum gera það. Það sem mér finnst skipta miklu máli núna er að þær nýju tímasetningar sem hafa verið gefnar út standist,“ segir Dagur sem segir framkvæmdir borgarinnar í sumar gengið mjög vel. Borgin framkvæmi fyrir um tvo milljarða á árinu en það sem kallað verður endurreisn miðborgarinnar hafi tekið í. Þórdís Lóa, forseti Borgarstjórnar sagði þá að vissulega væri erfitt að sjá góða veitingastaði hverfa á braut úr miðbænum. „Mér finnst áhugavert að líta til baka til 2014-15 þegar það var mikill þrýstingur þar sem að það vantaði staði, veitingastaði og þjónustu niður í miðbæ. „Þá var gefið í og nú erum við á þeim stað að það eru nokkrir staðir að hætta og aðrir að koma nýir. Það er ótrúlega erfitt að horfa á góða staði. Mér finnst bara erfitt að horfa á Ostabúðina hætta, ég er með söknuð í hjarta,“ sagði forseti Borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir í Bítinu á Bylgjunni.
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03
Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18