Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 22:15 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“ Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira