Persónuvernd gæti lagt stjórnvaldssekt á FB vegna gagnalekans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2019 18:30 Ekki er útilokað að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt eftir að viðkvæm, persónugreinanleg gögn um nemendur komust í hendur óviðkomandi. Forstjóri Persónuverndar segir að vega og meta þurfi hvert mál fyrir sig. Fyrir helgi fengu þónokkrir nemendur sem eru að hefja nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og forráðamenn þeirra tölvupóst frá umsjónarkennara, með viðhengi sem átti að innihalda töflutíma en viðhengið sem fór með tölvupóstinum innihélt upplýsingar um aðra nemendur sem hófu nám við skólann í fyrra. Í þeim var að finna meðal annars upplýsingar mætingu þeirra, líðan og hvort þeir þyrftu aðstoð við nám.Mannleg mistök Elvar Jónsson, starfandi skólameistari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að mistökin hafi uppgötvast um leið og að strax hefði verið brugðist við með því að tilkynna málið til Persónuverndar og jafnframt var haft samband við alla hlutaðeigandi og þeir upplýstir um stöðu mála. Hann sagði að um mannleg mistök væri að ræða en skólinn ynni að því að innleiða í kerfi sitt ný persónuverndarlög og allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Forstjóri Persónuverndar segir málið komið á borð embættisins. Hún segir það alltaf alvarlegt þegar persónuupplýsingar berast óviðkomandi en að embættið þurfi að greina hvert mál fyrir sig og það sé eins með þetta mál. „Þannig að á þessum tímapunkti er ég ekki tilbúin að tjá mig neitt frekar um það. Það þarf að skoða það frekar og ég hef ekki nægilegar upplýsingar til þess að tjá mig um það,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í samtali við fréttastofu í dag segir málið súna hvað viðkvæm gögn liggi víða.Vísir/Stöð 2Persónuvernd hefur heimild til þess að leggja á stjórnvaldssekt eða beita öðrum viðurlögum Helga segir þetta mál sýna fram á það hvað persónuupplýsingar liggja víða og geti reynst afdrifaríkt ef að þær komist í hendur óviðkomandi. Með nýjum persónuverndarlögum sem tóku gildi á síðasta ári voru reglu gerðar skýrari. Frumkvæðisrannsóknum hefur fjölgað til muna og að nú hafi embættið heimild til þess að leggja á stjórnvaldssektir.Gæti þetta mál flokkast undir það og farið svo að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt vegna gagnalekans? „Í hverju máli núna, síðan að ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí 2018 að þá ber okkur skylda til þess að vega og meta hvert einasta mál og sjá hvort það sé ástæða til þess að beita sektarheimild eða öðrum þeim viðurlögum sem Persónuvernd hefur,“ segir Helga. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ekki er útilokað að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt eftir að viðkvæm, persónugreinanleg gögn um nemendur komust í hendur óviðkomandi. Forstjóri Persónuverndar segir að vega og meta þurfi hvert mál fyrir sig. Fyrir helgi fengu þónokkrir nemendur sem eru að hefja nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og forráðamenn þeirra tölvupóst frá umsjónarkennara, með viðhengi sem átti að innihalda töflutíma en viðhengið sem fór með tölvupóstinum innihélt upplýsingar um aðra nemendur sem hófu nám við skólann í fyrra. Í þeim var að finna meðal annars upplýsingar mætingu þeirra, líðan og hvort þeir þyrftu aðstoð við nám.Mannleg mistök Elvar Jónsson, starfandi skólameistari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að mistökin hafi uppgötvast um leið og að strax hefði verið brugðist við með því að tilkynna málið til Persónuverndar og jafnframt var haft samband við alla hlutaðeigandi og þeir upplýstir um stöðu mála. Hann sagði að um mannleg mistök væri að ræða en skólinn ynni að því að innleiða í kerfi sitt ný persónuverndarlög og allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Forstjóri Persónuverndar segir málið komið á borð embættisins. Hún segir það alltaf alvarlegt þegar persónuupplýsingar berast óviðkomandi en að embættið þurfi að greina hvert mál fyrir sig og það sé eins með þetta mál. „Þannig að á þessum tímapunkti er ég ekki tilbúin að tjá mig neitt frekar um það. Það þarf að skoða það frekar og ég hef ekki nægilegar upplýsingar til þess að tjá mig um það,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í samtali við fréttastofu í dag segir málið súna hvað viðkvæm gögn liggi víða.Vísir/Stöð 2Persónuvernd hefur heimild til þess að leggja á stjórnvaldssekt eða beita öðrum viðurlögum Helga segir þetta mál sýna fram á það hvað persónuupplýsingar liggja víða og geti reynst afdrifaríkt ef að þær komist í hendur óviðkomandi. Með nýjum persónuverndarlögum sem tóku gildi á síðasta ári voru reglu gerðar skýrari. Frumkvæðisrannsóknum hefur fjölgað til muna og að nú hafi embættið heimild til þess að leggja á stjórnvaldssektir.Gæti þetta mál flokkast undir það og farið svo að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt vegna gagnalekans? „Í hverju máli núna, síðan að ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí 2018 að þá ber okkur skylda til þess að vega og meta hvert einasta mál og sjá hvort það sé ástæða til þess að beita sektarheimild eða öðrum þeim viðurlögum sem Persónuvernd hefur,“ segir Helga.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15
Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent