Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 21:00 Mary Robinson segir það ekki nóg að vera meðvituð um vandann, það þurfi að bregðast við af alvöru. Stöð 2 Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. Jökullinn var sá fyrsti hér á landi til þess að missa titil sinn árið 2014 og var haldin minningarathöfn við Ok í dag þar sem settur var upp minnisvarði með minningarorðum um jökulinn og skilaboðum til komandi kynslóða. „Þetta er augnablik sem við verðum að nýta til þess að ná alvöru árangri í verki,“ sagði Robinson í viðtali við fréttastofu í dag. Hún segir það löngu tímabært að fólk taki varnaðarorðum vísindamanna alvarlega og grípi til aðgerða.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" Á morgun koma leiðtogar Norðurlandanna saman og vonar Robinson að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggi það til að leiðtogar ríkjanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi. Katrín sé vel að sér í loftslagsmálum og það myndi hafa áhrif á alla heimsbyggðina ef Norðurlöndin tækju höndum saman í þessum efnum. „Hvað þýðir [loftslagsneyðarástand]? Það þýðir að við hættum að tala um loftslagsbreytingar eins og vandamál framtíðarinnar, eitthvað sem gæti gerst og við tökum því alvarlega og minnkum útblástur. Útblástur er að aukast og við erum ekki á leið í átt að öruggari heimi fyrir börnin okkar og barnabörn,“ sagði Robinson og bætti við að yngstu kynslóðir heimsins væru farnar að kalla eftir breytingum og að Ísland væri engin undantekning þar.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi „Forsætisráðherrann ykkar er mjög fróður í loftslagsmálum en ég held að ef við fengjum sameiginlega yfirlýsingu frá Norðurlöndunum, það væri það besta í stöðunni. Það myndi hafa áhrif á heiminn okkar, það myndi skipta sköpum, það myndi heiðra Ok, þennan jökul sem hefur dáið vegna okkar gjörða.“ Robinson segir fólk sífellt verða meira meðvitað um útblástur og mengandi iðnað en þrátt fyrir það væri slíkt enn að aukast. Það sé því ekki nóg að vera meðvitaður um vandann, það þurfi einfaldlega að breyta öllu því það sé óásættanlegt að hugsa til þess að eftir tvö hundruð ár gætu allir jöklar landsins verið horfnir. „Við verðum að skilja að við getum átt mun betri heim, mun heilbrigðari heim, jafnari heim, heim þar sem allir hafa aðgang að hreinni orku,“ segir Robinson.Hér að neðan má sjá viðtalið við Mary Robinson í heild sinni. Klippa: Mary Robinson: 'Við þurfum að breyta öllu“ Írland Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. Jökullinn var sá fyrsti hér á landi til þess að missa titil sinn árið 2014 og var haldin minningarathöfn við Ok í dag þar sem settur var upp minnisvarði með minningarorðum um jökulinn og skilaboðum til komandi kynslóða. „Þetta er augnablik sem við verðum að nýta til þess að ná alvöru árangri í verki,“ sagði Robinson í viðtali við fréttastofu í dag. Hún segir það löngu tímabært að fólk taki varnaðarorðum vísindamanna alvarlega og grípi til aðgerða.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" Á morgun koma leiðtogar Norðurlandanna saman og vonar Robinson að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggi það til að leiðtogar ríkjanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi. Katrín sé vel að sér í loftslagsmálum og það myndi hafa áhrif á alla heimsbyggðina ef Norðurlöndin tækju höndum saman í þessum efnum. „Hvað þýðir [loftslagsneyðarástand]? Það þýðir að við hættum að tala um loftslagsbreytingar eins og vandamál framtíðarinnar, eitthvað sem gæti gerst og við tökum því alvarlega og minnkum útblástur. Útblástur er að aukast og við erum ekki á leið í átt að öruggari heimi fyrir börnin okkar og barnabörn,“ sagði Robinson og bætti við að yngstu kynslóðir heimsins væru farnar að kalla eftir breytingum og að Ísland væri engin undantekning þar.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi „Forsætisráðherrann ykkar er mjög fróður í loftslagsmálum en ég held að ef við fengjum sameiginlega yfirlýsingu frá Norðurlöndunum, það væri það besta í stöðunni. Það myndi hafa áhrif á heiminn okkar, það myndi skipta sköpum, það myndi heiðra Ok, þennan jökul sem hefur dáið vegna okkar gjörða.“ Robinson segir fólk sífellt verða meira meðvitað um útblástur og mengandi iðnað en þrátt fyrir það væri slíkt enn að aukast. Það sé því ekki nóg að vera meðvitaður um vandann, það þurfi einfaldlega að breyta öllu því það sé óásættanlegt að hugsa til þess að eftir tvö hundruð ár gætu allir jöklar landsins verið horfnir. „Við verðum að skilja að við getum átt mun betri heim, mun heilbrigðari heim, jafnari heim, heim þar sem allir hafa aðgang að hreinni orku,“ segir Robinson.Hér að neðan má sjá viðtalið við Mary Robinson í heild sinni. Klippa: Mary Robinson: 'Við þurfum að breyta öllu“
Írland Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24