Telur að frumvarp til lyfjalaga geri lítið úr lyfjafræðingum Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 08:00 Ný lyfjalög eiga að leysa af hólmi lög frá 1994 sem eru að mati sérfræðinga barn síns tíma. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira