Göngum yfir brúna Bjarni Snæbjörn Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 09:51 Í fyrri grein minni um að komast yfir gjána á milli mótunar og innleiðingar stefnu ræddi ég um nauðsyn þess að brúa bilið, eða byggja brúna þar á milli. En það er eitt er að byggja brúna, hitt er að fara yfir hana. Líklega er það þar sem skóinn kreppir helst. Þar eiga við hendingarnar úr viðlaginu í einu vinsælasta lagi söngvaskáldsins góða, Magnúsar Eiríkssonar:„Göngum yfir brúna, milli lífs og dauða, gín á báðar hendur, gjáin dauðadjúpa“ Það er nefnilega oftar en ekki svo, að stefnumótun fer fram í efsta eða efstu lögum skipulags fyrirtækja. Þar öðlast viðkomandi stjórnendur sæmilegan og stundum góðan sameiginlegan skilning á því hvað raunverulega stendur til, og hvað stefnan útheimtir af þeim. Stundum er að auki gerð áætlun um innleiðingu og brúin þar með smíðuð. Almennt starfsfólk hins vegar, hefur oftar en ekki litla eða enga hugmynd um hvað stefnan gengur út á, hvað þá heldur hvernig meiningin er að koma henni í framkvæmd. Það telur jafnvel að stefna stjórnendanna komi sér ekki við. Með öðrum orðum, þá er ekki aðeins að almennt starfsfólk sjái hvorki hvert skuli halda né tilganginn með ferðalaginu. Það þekkir ekki áætlanirnar, ef þær eru til, og veit ekki til hvers er ætlast af þeim. Þetta virkar þannig að „brúin“ á milli stefnumótunar og innleiðingar er þeim í raun ósýnileg. Nú er það svo, að það eru ekki stjórnendur einir sem í raun gera það sem gera þarf til að koma stefnu í framkvæmd, heldur þarf almennt starfsfólk að koma að málum. Með öðrum orðum, þá þarf starfsfólkið, ekki bara stjórnendur, að ganga yfir brúna. Það getur reynst þrautin þyngri, ef starfsfólkið sér ekki brúna og hefur í ofanálag ekki hugmynd um hvað tekur við fyrir handan. Það stendur frammi fyrir verkefninu sem lýst er í áðurnefndum hendingum Magnúsar Eiríkssonar, og líður sjálfsagt eins og Indiana Jones í kvikmyndinni „The Last Crusade“ þegar hann þurfti að fara yfir hyldjúpa gjá af örmjórri klettasyllu á ósýnilegri brú. Eitt feilspor hefði þýtt bráðan bana. Sannarlega spennuþrungið augnablik öllum þeim sem sáu þá ágætu kvikmynd.Vandamál að brúa bil milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja Það er því ekki að furða að nýleg rannsókn sem gerð var af Brightline Initiative, sem er hugveita um stefnumótun á vegum Project Management Institute og nokkurra í hópi stóru ráðgjafafyrirtækjana á heimsvísu, sýndi að einungis 20% fyrirtækja ná að uppfylla 80% eða meira af stefnumiðum sínum. Það skyldi þó ekki tengjast annarri niðurstöðu úr rannsóknum Brightline Initiative sem sýndi, að 88% stjórnendahópa nota minna en 1 klukkutíma á mánuði til þess að ræða stöðu á innleiðingu og árangri í samræmi við fyrirliggjandi stefnu. Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem er alþjóðleg hugveita á sviði rannsókna og umfjöllunar á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna.“ Raunar hefur það jafnframt verið rannsakað, að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Með vísan til þess sem hefur komið fram er það athyglisvert, að Í áðurnefndri könnun Brightline kom fram að 47% svarenda töldu millistjórnendur vera helsta þröskuldinn í innleiðingarferli stefnunnar og þar ríkti einna minnstur skilningur á því út á hvað hún gengi. Þetta er sérlega athyglisvert í ljósi þess að þeir stjórnendur sem eru næstir almennu starfsfólki eru einmitt þessir sömu millistjórnendur. En það eru aðrir kraftar sem jafnframt eru afgerandi í þessu sambandi, einmitt þeir sem varða þá staðreynd að það sem er áríðandi hefur alltaf forgang yfir það sem er mikilvægt. Millistjórnendur og starfsfólk fær nefnilega oft misvísandi skilaboð: Annars vegar á það að vinna að úrlausnarefnum og breytingum sem tengjast stefnumiðum fyrirtækisins, sem þýðir að það þarf að líta fram hjá daglegum skyldum á meðan. Á sama tíma krefjast stjórnendur og viðskiptavinir þess að viðkomandi sé alltaf til staðar til þess að leysa úr daglegum viðfangsefnum, og það strax! Margt fleira kemur til, sem of langt mál er að tíunda hér, en þetta er líklega meginástæðan fyrir því að fólk botnar ekki almennilega í ferlinu og endar með að gefa daglegu amstri forgang, því það sé öruggast og lágmarki afleiðingar til skamms tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brúin yfir gjána Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. 13. ágúst 2019 17:16 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni um að komast yfir gjána á milli mótunar og innleiðingar stefnu ræddi ég um nauðsyn þess að brúa bilið, eða byggja brúna þar á milli. En það er eitt er að byggja brúna, hitt er að fara yfir hana. Líklega er það þar sem skóinn kreppir helst. Þar eiga við hendingarnar úr viðlaginu í einu vinsælasta lagi söngvaskáldsins góða, Magnúsar Eiríkssonar:„Göngum yfir brúna, milli lífs og dauða, gín á báðar hendur, gjáin dauðadjúpa“ Það er nefnilega oftar en ekki svo, að stefnumótun fer fram í efsta eða efstu lögum skipulags fyrirtækja. Þar öðlast viðkomandi stjórnendur sæmilegan og stundum góðan sameiginlegan skilning á því hvað raunverulega stendur til, og hvað stefnan útheimtir af þeim. Stundum er að auki gerð áætlun um innleiðingu og brúin þar með smíðuð. Almennt starfsfólk hins vegar, hefur oftar en ekki litla eða enga hugmynd um hvað stefnan gengur út á, hvað þá heldur hvernig meiningin er að koma henni í framkvæmd. Það telur jafnvel að stefna stjórnendanna komi sér ekki við. Með öðrum orðum, þá er ekki aðeins að almennt starfsfólk sjái hvorki hvert skuli halda né tilganginn með ferðalaginu. Það þekkir ekki áætlanirnar, ef þær eru til, og veit ekki til hvers er ætlast af þeim. Þetta virkar þannig að „brúin“ á milli stefnumótunar og innleiðingar er þeim í raun ósýnileg. Nú er það svo, að það eru ekki stjórnendur einir sem í raun gera það sem gera þarf til að koma stefnu í framkvæmd, heldur þarf almennt starfsfólk að koma að málum. Með öðrum orðum, þá þarf starfsfólkið, ekki bara stjórnendur, að ganga yfir brúna. Það getur reynst þrautin þyngri, ef starfsfólkið sér ekki brúna og hefur í ofanálag ekki hugmynd um hvað tekur við fyrir handan. Það stendur frammi fyrir verkefninu sem lýst er í áðurnefndum hendingum Magnúsar Eiríkssonar, og líður sjálfsagt eins og Indiana Jones í kvikmyndinni „The Last Crusade“ þegar hann þurfti að fara yfir hyldjúpa gjá af örmjórri klettasyllu á ósýnilegri brú. Eitt feilspor hefði þýtt bráðan bana. Sannarlega spennuþrungið augnablik öllum þeim sem sáu þá ágætu kvikmynd.Vandamál að brúa bil milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja Það er því ekki að furða að nýleg rannsókn sem gerð var af Brightline Initiative, sem er hugveita um stefnumótun á vegum Project Management Institute og nokkurra í hópi stóru ráðgjafafyrirtækjana á heimsvísu, sýndi að einungis 20% fyrirtækja ná að uppfylla 80% eða meira af stefnumiðum sínum. Það skyldi þó ekki tengjast annarri niðurstöðu úr rannsóknum Brightline Initiative sem sýndi, að 88% stjórnendahópa nota minna en 1 klukkutíma á mánuði til þess að ræða stöðu á innleiðingu og árangri í samræmi við fyrirliggjandi stefnu. Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem er alþjóðleg hugveita á sviði rannsókna og umfjöllunar á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna.“ Raunar hefur það jafnframt verið rannsakað, að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Með vísan til þess sem hefur komið fram er það athyglisvert, að Í áðurnefndri könnun Brightline kom fram að 47% svarenda töldu millistjórnendur vera helsta þröskuldinn í innleiðingarferli stefnunnar og þar ríkti einna minnstur skilningur á því út á hvað hún gengi. Þetta er sérlega athyglisvert í ljósi þess að þeir stjórnendur sem eru næstir almennu starfsfólki eru einmitt þessir sömu millistjórnendur. En það eru aðrir kraftar sem jafnframt eru afgerandi í þessu sambandi, einmitt þeir sem varða þá staðreynd að það sem er áríðandi hefur alltaf forgang yfir það sem er mikilvægt. Millistjórnendur og starfsfólk fær nefnilega oft misvísandi skilaboð: Annars vegar á það að vinna að úrlausnarefnum og breytingum sem tengjast stefnumiðum fyrirtækisins, sem þýðir að það þarf að líta fram hjá daglegum skyldum á meðan. Á sama tíma krefjast stjórnendur og viðskiptavinir þess að viðkomandi sé alltaf til staðar til þess að leysa úr daglegum viðfangsefnum, og það strax! Margt fleira kemur til, sem of langt mál er að tíunda hér, en þetta er líklega meginástæðan fyrir því að fólk botnar ekki almennilega í ferlinu og endar með að gefa daglegu amstri forgang, því það sé öruggast og lágmarki afleiðingar til skamms tíma.
Brúin yfir gjána Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. 13. ágúst 2019 17:16
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar