Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 10:41 Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent