Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 12:12 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira