„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2019 21:30 Gott samband virðist á milli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel þýskalandskanslara. Mynd/Sigurjón „Það er mikill persónulegur heiður að taka á móti henni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi blaðamannafundar hennar og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. „Ekki bara af því að hún er áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi Evrópu heldur einnig af því að hún hefur verið mikil fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum.“ Í inngangsorðum sínum sagði Katrín að hún vildi leggja áherslu á þrjá hluti á fundi þeirra. Ris öfgaafla í Evrópu, kynjajafnrétti og umhverfismálin en hún minntist á að í gær fór fram minningarathöfn um Okjökul sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Fyrir blaðamannafundinn hafði Katrín tekið á móti Merkel á hakinu á Þingvöllum þar sem hún og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, leiddu hana um helstu kennileiti garðsins. „Ég sagði henni frá öllum hrikalegu sögunum af Þingvöllum og það er við hæfi að hittast hér á stað sem geymir svo mikið af sagnaminni þjóðarinnar,“ sagði Katrín. Angela Merkel hlýðir á Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum segja frá sögu garðsins.Mynd/Egill„Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Íslands,“ sagði Angela Merkel í stuttu ávarpi. „Það er ótrúleg tilfinning að ganga um Þingvelli.“ Hún sagði að það væri við hæfi að hittast á Þingvöllum þar sem Alþingi var fyrst stofnað og er vagga lýðræðis á Íslandi. Hún sagði það góða áminningu um að berjast áfram fyrir lýðræðislegum gildum. Meðal þess sem Merkel ræddi við Katrínu voru samskipti Evrópuríkja vestur yfir Atlantshafið og vísaði þar aftur til Þingvalla. „Við erum hér stödd á mótum jarðflekanna á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa sögulega verið góð. Samskipti þvert yfir Atlantshafið eru sögulega góð. Bæði Þýskaland og Ísland hafa reitt sig á aðstöð Bandaríkjanna líkt og Marshall aðstoðin er dæmi um.“ Þá var Merkel jafnréttismálin einnig hugleikin og hrósaði Íslandi í þeim efnum. „Það er heiður að vera gestur á landi sem státar sig af því að vera á toppi jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Þýskaland er í fjórtánda sæti og þarf að herða sig í þeim efnum. Sérstaklega þegar kemur að viðskiptalífinu og stjórnmálunum.“ Að lokum tók hún undir með Katrínu um að umhverfismálin væru eitt mikilvægasta viðfangsefnið. „Ég er ánægð að hafa kynnst forsætisráðherra sem er svo umhugað um framtíðina,“ sagði Merkel um Katrínu. Hún nefndi eigin reynslusögu af því að hafa nær verið strandaglópur í Bandaríkjunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Íslensk náttúruöfl séu áminning um að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Við þurfum að sýna auðmýkt gagnvart náttúrunni.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis af blaðamannafundi katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel, Kanslara Þýskalands. Íslandsvinir Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það er mikill persónulegur heiður að taka á móti henni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi blaðamannafundar hennar og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. „Ekki bara af því að hún er áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi Evrópu heldur einnig af því að hún hefur verið mikil fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum.“ Í inngangsorðum sínum sagði Katrín að hún vildi leggja áherslu á þrjá hluti á fundi þeirra. Ris öfgaafla í Evrópu, kynjajafnrétti og umhverfismálin en hún minntist á að í gær fór fram minningarathöfn um Okjökul sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Fyrir blaðamannafundinn hafði Katrín tekið á móti Merkel á hakinu á Þingvöllum þar sem hún og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, leiddu hana um helstu kennileiti garðsins. „Ég sagði henni frá öllum hrikalegu sögunum af Þingvöllum og það er við hæfi að hittast hér á stað sem geymir svo mikið af sagnaminni þjóðarinnar,“ sagði Katrín. Angela Merkel hlýðir á Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum segja frá sögu garðsins.Mynd/Egill„Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Íslands,“ sagði Angela Merkel í stuttu ávarpi. „Það er ótrúleg tilfinning að ganga um Þingvelli.“ Hún sagði að það væri við hæfi að hittast á Þingvöllum þar sem Alþingi var fyrst stofnað og er vagga lýðræðis á Íslandi. Hún sagði það góða áminningu um að berjast áfram fyrir lýðræðislegum gildum. Meðal þess sem Merkel ræddi við Katrínu voru samskipti Evrópuríkja vestur yfir Atlantshafið og vísaði þar aftur til Þingvalla. „Við erum hér stödd á mótum jarðflekanna á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa sögulega verið góð. Samskipti þvert yfir Atlantshafið eru sögulega góð. Bæði Þýskaland og Ísland hafa reitt sig á aðstöð Bandaríkjanna líkt og Marshall aðstoðin er dæmi um.“ Þá var Merkel jafnréttismálin einnig hugleikin og hrósaði Íslandi í þeim efnum. „Það er heiður að vera gestur á landi sem státar sig af því að vera á toppi jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Þýskaland er í fjórtánda sæti og þarf að herða sig í þeim efnum. Sérstaklega þegar kemur að viðskiptalífinu og stjórnmálunum.“ Að lokum tók hún undir með Katrínu um að umhverfismálin væru eitt mikilvægasta viðfangsefnið. „Ég er ánægð að hafa kynnst forsætisráðherra sem er svo umhugað um framtíðina,“ sagði Merkel um Katrínu. Hún nefndi eigin reynslusögu af því að hafa nær verið strandaglópur í Bandaríkjunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Íslensk náttúruöfl séu áminning um að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Við þurfum að sýna auðmýkt gagnvart náttúrunni.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis af blaðamannafundi katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel, Kanslara Þýskalands.
Íslandsvinir Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33