Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 12:37 Frá framkvæmdum í Berufirði en nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn. Vísir/Vilhelm Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði. Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði.
Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30