Nýr sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 15:34 Fjölskylda Kelly Craft er stórtæk í kolaiðnaðinum. AP/Alex Brandon Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan Kelly Craft, fyrrverandi sendiherra í Kanada, sem sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í gær. Staðan hafði verið laus í sjö mánuði, allt frá því að Nikki Haley sagði af sér í lok síðasta árs. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Donald Trump forseti tilnefndi Craft. Skipan hennar var staðfest nánast eftir flokkslínum. Aðeins fimm demókratar greiddu atkvæði með skipan Craft, aðrir töldu hana skorta reynslu til að gegna embættinu. Jonathan Cohen, varamaður Haley, hefur gegnt embættinu tímabundið frá því að Haley lét af því. Craft er 57 ára gömul og var fjáraflari fyrir frambjóðendur repúblikana. Hún og eiginmaður hennar, kolafurstinn Joseph W. Craft III, gáfu meira en tvær milljónir dollara í kosningasjóði Trump. Þá er hún sögð náin Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, en þau eru bæði frá Kentucky. Hún var gerð sendiherra í Kanada árið 2017 eftir að Trump tók við embætti. New York Times segir að hún hafi að mestu haldið sig til hlés. Athygli vakti þó þegar hún sagðist virða „báðar hliðar vísindanna“ um loftslagsbreytingar þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna sé að menn valdi þeim. Í yfirheyrslum í þinginu vegna tilnefningar hennar viðurkenndi Craft þó að menn ættu þátt í loftslagsbreytingum og að hún tæki þær alvarlega. Þá hefur hún vikið frá skoðunum Trump forseta í málefnum Sádi-Arabíu. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan Kelly Craft, fyrrverandi sendiherra í Kanada, sem sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í gær. Staðan hafði verið laus í sjö mánuði, allt frá því að Nikki Haley sagði af sér í lok síðasta árs. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Donald Trump forseti tilnefndi Craft. Skipan hennar var staðfest nánast eftir flokkslínum. Aðeins fimm demókratar greiddu atkvæði með skipan Craft, aðrir töldu hana skorta reynslu til að gegna embættinu. Jonathan Cohen, varamaður Haley, hefur gegnt embættinu tímabundið frá því að Haley lét af því. Craft er 57 ára gömul og var fjáraflari fyrir frambjóðendur repúblikana. Hún og eiginmaður hennar, kolafurstinn Joseph W. Craft III, gáfu meira en tvær milljónir dollara í kosningasjóði Trump. Þá er hún sögð náin Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, en þau eru bæði frá Kentucky. Hún var gerð sendiherra í Kanada árið 2017 eftir að Trump tók við embætti. New York Times segir að hún hafi að mestu haldið sig til hlés. Athygli vakti þó þegar hún sagðist virða „báðar hliðar vísindanna“ um loftslagsbreytingar þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna sé að menn valdi þeim. Í yfirheyrslum í þinginu vegna tilnefningar hennar viðurkenndi Craft þó að menn ættu þátt í loftslagsbreytingum og að hún tæki þær alvarlega. Þá hefur hún vikið frá skoðunum Trump forseta í málefnum Sádi-Arabíu.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira