Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 19:42 Sigmundur er sannfærður að hann hafi verið meginskotmarkið. Vísir/stöð 2 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.Í kvöldfréttum RÚV sagði Sigmundur að niðurstaða siðanefndar Alþingis sem forsætisnefnd staðfesti og birti í dag væri til marks um hversu „fáránleg“ vegferðin hefði verið. Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, töldust brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn samkvæmt niðurstöðu siðanefndar.Segir þingmenn Miðflokksins þolendur mannréttindabrots „Staðreyndin er sú að Alþingi setur landsmönnum lög sem það ætlast til að þeir fylgi. Í næsta húsi við þingið eru lög brotin með mjög alvarlegum hætti og í raun mannréttindi um leið og þá sjá ákveðnir þingmenn tækifæri í því að nýta það sem tækifæri til að refsa þolendum brotsins og fara af stað í átta mánaða leiðangur og lenda í vandræðum á hverju stigi,“ segir Sigmundur um Klaustursupptökurnar. „Það var allt reynt, hvað stendur eftir til dæmis hvað sjálfan mig varðar? Ég held að það sé alveg óhætt að segja að ég hafi verið meginskotmarkið í þessari aðgerð en þrátt fyrir átta mánaða tilraunir þar sem menn fóru mira að segja á svig við lög og grundvallarreglur réttarríkisins tókst ekki annað en að sýna fram á að það hefði ekkert brot átt sér stað,“ segir Sigmundur. Óskar ekki verstu óvinum sínum siðanefndarferlið Hann segir að siðanefndarferlið fráleitt fyrirkomulag og talar um „sneypuför forseta Alþingis og félaga hans“ í því samhengi. „Ég vona það að menn læri það þó af þessu að laga þetta fyrirkomulag því ég myndi ekki óska verstu óvinum mínum þess að ganga í gegnum svona ferli, ekki bara þeirra vegna, heldur vegna þess að þetta er stórskaðlegt fyrir samfélagið og fyrir pólitíkina að það sé hægt að setja hlutina í það horf að pólitískir andstæðingar geti rekið mál áfram jafnvel í andstöðu við lög til þess að leyta að einhverju til að klekkja á andstæðingum sínum.“ Þegar Sigmundur er spurður hvort niðurstaða siðanefndar hefði einhverjar afleiðingar fyrir þingmennina sem um ræðir segir Sigmundur: „Í fyrsta lagi er náttúrulega bara sorglegt að Alþingi skuli láta hafa sig út í það, eða einhverjir fulltrúar Alþingis, að nýta glæp til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum og þar af leiðandi er niðurstaðan eins og við höfum sagt frá upphafi alltaf ógild þó að menn hafi einungis náð að finna eitthvað til að reyna að hanka tvo. En hvað þá tvo varðar, mér dettur ekki í hug að halda því fram að Haraldur Benediktsson og Steinunn [Þóra Árnadóttir] eigi að fá að segja til um það hverjir eru hæfir til að vera þingmenn. Það eru kjósendur sem gera það og kjósendur munu taka afstöðu til þess og einnig starfa þeirra og annarra sem að þessu máli hafa komið.“ Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Fallast á niðurstöðu siðanefndar Gunnar Bragi og Bergþór brutu gegn siðareglum. 1. ágúst 2019 16:08 Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.Í kvöldfréttum RÚV sagði Sigmundur að niðurstaða siðanefndar Alþingis sem forsætisnefnd staðfesti og birti í dag væri til marks um hversu „fáránleg“ vegferðin hefði verið. Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, töldust brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn samkvæmt niðurstöðu siðanefndar.Segir þingmenn Miðflokksins þolendur mannréttindabrots „Staðreyndin er sú að Alþingi setur landsmönnum lög sem það ætlast til að þeir fylgi. Í næsta húsi við þingið eru lög brotin með mjög alvarlegum hætti og í raun mannréttindi um leið og þá sjá ákveðnir þingmenn tækifæri í því að nýta það sem tækifæri til að refsa þolendum brotsins og fara af stað í átta mánaða leiðangur og lenda í vandræðum á hverju stigi,“ segir Sigmundur um Klaustursupptökurnar. „Það var allt reynt, hvað stendur eftir til dæmis hvað sjálfan mig varðar? Ég held að það sé alveg óhætt að segja að ég hafi verið meginskotmarkið í þessari aðgerð en þrátt fyrir átta mánaða tilraunir þar sem menn fóru mira að segja á svig við lög og grundvallarreglur réttarríkisins tókst ekki annað en að sýna fram á að það hefði ekkert brot átt sér stað,“ segir Sigmundur. Óskar ekki verstu óvinum sínum siðanefndarferlið Hann segir að siðanefndarferlið fráleitt fyrirkomulag og talar um „sneypuför forseta Alþingis og félaga hans“ í því samhengi. „Ég vona það að menn læri það þó af þessu að laga þetta fyrirkomulag því ég myndi ekki óska verstu óvinum mínum þess að ganga í gegnum svona ferli, ekki bara þeirra vegna, heldur vegna þess að þetta er stórskaðlegt fyrir samfélagið og fyrir pólitíkina að það sé hægt að setja hlutina í það horf að pólitískir andstæðingar geti rekið mál áfram jafnvel í andstöðu við lög til þess að leyta að einhverju til að klekkja á andstæðingum sínum.“ Þegar Sigmundur er spurður hvort niðurstaða siðanefndar hefði einhverjar afleiðingar fyrir þingmennina sem um ræðir segir Sigmundur: „Í fyrsta lagi er náttúrulega bara sorglegt að Alþingi skuli láta hafa sig út í það, eða einhverjir fulltrúar Alþingis, að nýta glæp til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum og þar af leiðandi er niðurstaðan eins og við höfum sagt frá upphafi alltaf ógild þó að menn hafi einungis náð að finna eitthvað til að reyna að hanka tvo. En hvað þá tvo varðar, mér dettur ekki í hug að halda því fram að Haraldur Benediktsson og Steinunn [Þóra Árnadóttir] eigi að fá að segja til um það hverjir eru hæfir til að vera þingmenn. Það eru kjósendur sem gera það og kjósendur munu taka afstöðu til þess og einnig starfa þeirra og annarra sem að þessu máli hafa komið.“
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Fallast á niðurstöðu siðanefndar Gunnar Bragi og Bergþór brutu gegn siðareglum. 1. ágúst 2019 16:08 Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27
Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00