Baldur: Meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 21:36 Baldur fagnar markinu í kvöld. vísir/daníel Baldur Sigurðsson markaskorari Stjörnunnar í kvöld var svekktur með tap sinna manna gegn Espanyol í kvöld og sagði þá einfaldlega hafa verið að mæta sterkara liði. „Við vorum bara að mæta betra liði. Fyrsta markið var full auðvelt, við hefðum viljað halda núllinu lengur. Hann labbaði bara í gegn en svo var þetta óheppni með vítið hjá Hilmari. Það hefði gefið okkur mikið að ná að jafna og fá aukakraft en eftir það sýna þeir bara gæði sín og þetta var bara sanngjarnt.“ Hilmar Árni klikkaði tveimur vítaspyrnum í Evrópudeildinni í sumar en Baldur sagði alls ekki ástæða til að skipta um vítaskyttu hjá liðinu þrátt fyrir það. „Nei það held ég ekki, hann skorar bara úr því næsta. Hann er sennilega ein besta vítaskytta landsins og frábær karakter þannig ég held að þetta hafi nú lítil áhrif á hann.“ Þrátt fyrir að hafa skorað í kvöld var Baldur ekki svo ánægður með markið og sagði það líklega skipta litlu sem engu. „Þetta er nú ekki fyrsta markið sem ég skora í Evrópukeppni en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn. Markið skiptir svo sem engu, við töpum einvíginu 7-1 þannig ég er ekkert hoppandi kátur.“ Hann var sammála því að liðið þurfi að einbeita sér að deildinni og að það sé lykilatriði fyrir félagið að tryggja sér Evrópusæti. „Engin spurning, þegar þú færð svona lið þá er ekki erfitt verkefni að mótivera sig. Leikurinn úti var þvílíkt ævintýri og báðar þessar ferðir, til Eistlands og Spánar og að fá þessi lið hingað er geggjað. „Nú eru átta leikir eftir og við þurfum eitthvað að safna í pokann í ágúst. Núna fáum við smá helgarfrí. Það er búið að vera fullt af leikjum og mikið álag. Við hlökkum til að fá hörkulið Víkings í heimsókn í næstu viku.“ Baldur var að lokum spurður hvað honum finnist íslensku liðin þurfa að gera til að ná betri árangri í evrópu og komast nær því að komast í riðlakeppni. „Til að ná meiri árangri þá segir það sig kannski aðeins sjálft, það þarf meira fjármagn til að fá betri leikmenn og einnig til að geta æft eins og atvinnumenn. Hinsvegar eru ungir strákar orðnir gríðarlegir atvinnumenn í dag og allt öðruvísi heldur en þegar ég var ungur. „Þeir hugsa þvílíkt vel um sig og eru miklu meira með atvinnumannahugsun. Ég held að þetta eigi eftir að koma og ef við erum að tala um að komast í riðlakeppni þá snýst þetta líka svolítið um heppni. „Við vorum eina liðið í efra styrkleikaflokki og fengum þá auðveldari andstæðing og við fórum áfram. Svo kemur næsta lið og það er Espanyol, það er alltaf gaman að mæta svona liðum en þú vilt samt alltaf eiga séns, raunhæfan möguleika að geta komist áfram. Þú vilt fá þessi lið sem eru ekki eins góð og við eigum ekki að geta unnið svona lið eins og Espanyol. Þetta snýst gríðarlega mikið um heppni, hverjum þú mætir,“ sagði Baldur að lokum. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Baldur Sigurðsson markaskorari Stjörnunnar í kvöld var svekktur með tap sinna manna gegn Espanyol í kvöld og sagði þá einfaldlega hafa verið að mæta sterkara liði. „Við vorum bara að mæta betra liði. Fyrsta markið var full auðvelt, við hefðum viljað halda núllinu lengur. Hann labbaði bara í gegn en svo var þetta óheppni með vítið hjá Hilmari. Það hefði gefið okkur mikið að ná að jafna og fá aukakraft en eftir það sýna þeir bara gæði sín og þetta var bara sanngjarnt.“ Hilmar Árni klikkaði tveimur vítaspyrnum í Evrópudeildinni í sumar en Baldur sagði alls ekki ástæða til að skipta um vítaskyttu hjá liðinu þrátt fyrir það. „Nei það held ég ekki, hann skorar bara úr því næsta. Hann er sennilega ein besta vítaskytta landsins og frábær karakter þannig ég held að þetta hafi nú lítil áhrif á hann.“ Þrátt fyrir að hafa skorað í kvöld var Baldur ekki svo ánægður með markið og sagði það líklega skipta litlu sem engu. „Þetta er nú ekki fyrsta markið sem ég skora í Evrópukeppni en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn. Markið skiptir svo sem engu, við töpum einvíginu 7-1 þannig ég er ekkert hoppandi kátur.“ Hann var sammála því að liðið þurfi að einbeita sér að deildinni og að það sé lykilatriði fyrir félagið að tryggja sér Evrópusæti. „Engin spurning, þegar þú færð svona lið þá er ekki erfitt verkefni að mótivera sig. Leikurinn úti var þvílíkt ævintýri og báðar þessar ferðir, til Eistlands og Spánar og að fá þessi lið hingað er geggjað. „Nú eru átta leikir eftir og við þurfum eitthvað að safna í pokann í ágúst. Núna fáum við smá helgarfrí. Það er búið að vera fullt af leikjum og mikið álag. Við hlökkum til að fá hörkulið Víkings í heimsókn í næstu viku.“ Baldur var að lokum spurður hvað honum finnist íslensku liðin þurfa að gera til að ná betri árangri í evrópu og komast nær því að komast í riðlakeppni. „Til að ná meiri árangri þá segir það sig kannski aðeins sjálft, það þarf meira fjármagn til að fá betri leikmenn og einnig til að geta æft eins og atvinnumenn. Hinsvegar eru ungir strákar orðnir gríðarlegir atvinnumenn í dag og allt öðruvísi heldur en þegar ég var ungur. „Þeir hugsa þvílíkt vel um sig og eru miklu meira með atvinnumannahugsun. Ég held að þetta eigi eftir að koma og ef við erum að tala um að komast í riðlakeppni þá snýst þetta líka svolítið um heppni. „Við vorum eina liðið í efra styrkleikaflokki og fengum þá auðveldari andstæðing og við fórum áfram. Svo kemur næsta lið og það er Espanyol, það er alltaf gaman að mæta svona liðum en þú vilt samt alltaf eiga séns, raunhæfan möguleika að geta komist áfram. Þú vilt fá þessi lið sem eru ekki eins góð og við eigum ekki að geta unnið svona lið eins og Espanyol. Þetta snýst gríðarlega mikið um heppni, hverjum þú mætir,“ sagði Baldur að lokum.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00